Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2013 19:00 Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Fjárlaganefnd Alþingis ákvað samtímis að strika yfir tillögu um að borgin fái afsal fyrir landinu og segir formaðurinn, Vigdís Haukdóttir, að borgarstjórn verði að fara að átta sig á því að það þýði ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina. Skipulag hins nýja Skerjafjarðar fór með hraði í gegnum borgarkerfið á síðasta sólarhring. Það var samþykkt í gær í umhverfis- og skipulagsráði og síðan afgreitt úr borgarráði í morgun og fer nú til auglýsingar.Hverfið sem borgin vill byggja á landi flugvallarins.Það er hins vegar óvíst hvort borgin fái landið. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis nú síðdegis varð ljóst að tillaga um að heimila ráðherra að afsala borginni hluta af flugvallarlandi í eigu ríkisins, verður ekki hluti af tillögum nefndarinnar vegna fjárlaga næsta árs. Nefndarformaðurinn, Vigdís Hauksdóttir, segir ekki þingmeirihluta fyrir tillögunni. -Þýðir þetta í raun að Alþingi stöðvar það að borgin fái þetta land? „Já. 1. janúar 2014 rennur út sú heimild sem í gildi er að ríkið afhendi borginni landið. Þannig að, já, þetta er með þeim hætti. Og ég gleðst yfir því. Flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni,” segir Vigdís.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Hún útilokar þó ekki að fulltrúi Samfylkinginnar leggi fram slíka tillögu. „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” segir Vigdís. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, vildi ekki tjá sig í dag um hvaða áhrif afstaða Alþingis hefði á áform borgarstjórnarmeirihlutans. Vigdís Hauksdóttir sendir borgarstjórn hins vegar þau skilaboð að hún fari að átta sig á vilja landsmanna í þessu máli og vísar til nýlegrar undirskriftasöfnunar og skoðanakannana. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís. Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. 25. október 2013 19:51 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Fjárlaganefnd Alþingis ákvað samtímis að strika yfir tillögu um að borgin fái afsal fyrir landinu og segir formaðurinn, Vigdís Haukdóttir, að borgarstjórn verði að fara að átta sig á því að það þýði ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina. Skipulag hins nýja Skerjafjarðar fór með hraði í gegnum borgarkerfið á síðasta sólarhring. Það var samþykkt í gær í umhverfis- og skipulagsráði og síðan afgreitt úr borgarráði í morgun og fer nú til auglýsingar.Hverfið sem borgin vill byggja á landi flugvallarins.Það er hins vegar óvíst hvort borgin fái landið. Á fundi fjárlaganefndar Alþingis nú síðdegis varð ljóst að tillaga um að heimila ráðherra að afsala borginni hluta af flugvallarlandi í eigu ríkisins, verður ekki hluti af tillögum nefndarinnar vegna fjárlaga næsta árs. Nefndarformaðurinn, Vigdís Hauksdóttir, segir ekki þingmeirihluta fyrir tillögunni. -Þýðir þetta í raun að Alþingi stöðvar það að borgin fái þetta land? „Já. 1. janúar 2014 rennur út sú heimild sem í gildi er að ríkið afhendi borginni landið. Þannig að, já, þetta er með þeim hætti. Og ég gleðst yfir því. Flugvöllurinn á að vera í Vatnsmýrinni,” segir Vigdís.Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir handsala samkomulag um sölu flugvallarlandsins.Hún útilokar þó ekki að fulltrúi Samfylkinginnar leggi fram slíka tillögu. „Þetta er náttúrlega bara fyrst og fremst þannig að það var Samfylkingin í ríkisstjórn sem samdi við Samfylkinguna í borgarstjórn um þennan gjörning og við erum bara að vinda ofan af því,” segir Vigdís. Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, vildi ekki tjá sig í dag um hvaða áhrif afstaða Alþingis hefði á áform borgarstjórnarmeirihlutans. Vigdís Hauksdóttir sendir borgarstjórn hins vegar þau skilaboð að hún fari að átta sig á vilja landsmanna í þessu máli og vísar til nýlegrar undirskriftasöfnunar og skoðanakannana. „Það þýðir ekki að ganga svona fram í andstöðu við þjóðina, eins og núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hefur gert. Það endar náttúrlega bara með slysi, eins og þessu,” segir Vigdís.
Tengdar fréttir Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04 Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. 25. október 2013 19:51 Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. 21. nóvember 2013 19:04
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. 25. október 2013 19:51
Kemur ekki til greina að loka neyðarbraut suðvesturlands Áform um að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar mæta harðri andstöðu. Friðrik Pálsson, sem fór fyrir undirskriftasöfnun til stuðnings vellinum, segir ekki koma til greina að suðvesturhorn landsins verði skilið eftir án neyðarflugbrautar í hvössum suðvestan- og norðaustanáttum. 13. nóvember 2013 19:24