Árbæingar slegnir, upplifðu mikla ógn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2013 18:50 Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira