Lars bað blaðamenn að velja lýsingarorðin yfir frammistöðu leikmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2013 21:46 Sá sænski við hlið Sigga dúllu þegar þjóðsöngurinn ómaði í kvöld. Mynd/Daníel „Leikmennirnir spiluðu frábærlega. Þið getið valið lýsingarorðin. Ég á þau ekki til að lýsa frammistöðu þeirra,“ sagði Lars Lagerbäck að leik loknum. Þjálfarinn hvatti blaðamenn til að beina spurningum til Heimis Hallgrímssonar því tilfinningar sínar væru svo blendnar. Þær sneru ekki síst að dómara leiksins, Alberto Undiano, sem átti að hans mati ekki sinn besta dag. „Dómarinn átti ekki sinn besta leik og það hjálpaði Króötum. Við vorum óheppnir með dómgæsluna,“ sagði sá sænski. Lagerbäck sagðist ekki geta lagt mat á hvort rauða spjaldið á Ólaf Inga Skúlason hefði verið réttur dómur. „Ég þyrfti að sjá það í sjónvarpi. Hins vegar voru margar skrýtnar ákvarðarnir, 50/50 dómar sem féllu ekki með okkur.“ Lagerbäck sagðist vera ánægður með úrslitin í ljósi stöðunnar sem upp var komin. „Ég sagði fyrir leikinn að ef við héldum hreinu í þessum leik þá ættum við góða möguleika. Það er enn raunhæft að sigra þá,“ sagði Lagerbäck. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins, bætti við að íslenska liðið hefði aldrei spilað tvo leiki í röð undir þeirra stjórn án þess að skora. Svíinn sagðist reikna með að Kolbeinn Sigþórsson, sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, færi í myndatöku á morgun. Hann hefði snúið sig á ökkla. Ekki yrði kallaður nýr leikmaður inn í hópinn í stað framherjans enda myndi Birkir Már Sævarsson snúa aftur úr leikbanni. Lagerbäck sagði frammistöðu liðsins í síðari hálfleik, manni færri, hafa verið í heimsklassa. Ef liðið spilaði vel í síðari leiknum, líkt og til dæmis í sigurleiknum gegn Albaníu í september, þá væri góður möguleiki á að fara áfram. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira
„Leikmennirnir spiluðu frábærlega. Þið getið valið lýsingarorðin. Ég á þau ekki til að lýsa frammistöðu þeirra,“ sagði Lars Lagerbäck að leik loknum. Þjálfarinn hvatti blaðamenn til að beina spurningum til Heimis Hallgrímssonar því tilfinningar sínar væru svo blendnar. Þær sneru ekki síst að dómara leiksins, Alberto Undiano, sem átti að hans mati ekki sinn besta dag. „Dómarinn átti ekki sinn besta leik og það hjálpaði Króötum. Við vorum óheppnir með dómgæsluna,“ sagði sá sænski. Lagerbäck sagðist ekki geta lagt mat á hvort rauða spjaldið á Ólaf Inga Skúlason hefði verið réttur dómur. „Ég þyrfti að sjá það í sjónvarpi. Hins vegar voru margar skrýtnar ákvarðarnir, 50/50 dómar sem féllu ekki með okkur.“ Lagerbäck sagðist vera ánægður með úrslitin í ljósi stöðunnar sem upp var komin. „Ég sagði fyrir leikinn að ef við héldum hreinu í þessum leik þá ættum við góða möguleika. Það er enn raunhæft að sigra þá,“ sagði Lagerbäck. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari liðsins, bætti við að íslenska liðið hefði aldrei spilað tvo leiki í röð undir þeirra stjórn án þess að skora. Svíinn sagðist reikna með að Kolbeinn Sigþórsson, sem fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, færi í myndatöku á morgun. Hann hefði snúið sig á ökkla. Ekki yrði kallaður nýr leikmaður inn í hópinn í stað framherjans enda myndi Birkir Már Sævarsson snúa aftur úr leikbanni. Lagerbäck sagði frammistöðu liðsins í síðari hálfleik, manni færri, hafa verið í heimsklassa. Ef liðið spilaði vel í síðari leiknum, líkt og til dæmis í sigurleiknum gegn Albaníu í september, þá væri góður möguleiki á að fara áfram.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Sjá meira