Er framlag Íslands í Eurovision stolið? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. febrúar 2013 13:26 Magnús segir ásakanir um lagastuld í söngvakeppninni vera fasta liði eins og venjulega. „Lag sem samið er í hefðbundnum þjóðlagastíl, svo ég tali nú ekki um þegar það er í stíl sem er jafn margreyndur og hinn keltneski, og lagið heldur fast í hönd hins hefðbundna, þá er náttúrulega voðinn vís," segir hljómlistarmaðurinn Magnús Kjartansson í kjölfar umræðu um að framlag Íslendinga til Eurovision sé stolið lag. Síðan lag þeirra Örlygs Smára og Péturs Arnar Guðmundssonar, Ég á líf, var frumflutt hafa netverjar verið duglegir við að benda á líkindi þess með lagi kanadíska gríntríósins The Arrogant Worms, I Am Cow. Eftir að Ég á líf, sem söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytur, vann úrslitakvöld undankeppninnar í gærkvöldi náðu I Am Cow-færslur netverja algjöru hámarki. „Við þekkjum þetta keltneska og írska. Við þekkjum umræðuna um Söknuð og Danny Boy. Ísland kýs lag núna í Eurovision sem sækir algjörlega í þennan brunn og heldur fast í hefðir sem eru aldagamlar, og þá kvikna auðvitað rauð ljós alls staðar." Magnús, sem var formaður STEF um áraskeið, segir umræðuna nánast alltaf koma upp varðandi eitthvert keppnislandanna, en mismikið þó. „Þetta held ég að falli undir liðinn Fastir liðir eins og venjulega, en það er alltaf leiðinlegt að vera landið sem fær þetta umtal."Eigum að upphefja frumleikann Magnús treystir sér ekki til að fullyrða hvort Evrópa taki undir með íslenskum netverjum og muni telja lagið stolið. „Ég er ekki spámaður, en í keppni þá er hættan alltaf sú að ef hægt er að níða niður keppinautinn, að það verði gert," segir Magnús, en hann virðist þó setja ákveðin spurningamerki við framlagið. „Ég held að það hljóti að vera draumur Íslands og Íslendinga að við vekjum athygli vegna þess að við erum öðruvísi. Ekki vegna þess að við erum eins, og eitthvað sem er þegar til. Við erum að fagna árangri á tónlistarsviðinu um víða veröld fyrir okkar frumleika en ekki fyrir eftirhermuskap. Þess vegna er það leiðinlegt ef svo færi að við fengjum síðan umtal um hið gagnstæða." En telur Magnús lag Íslands eiga möguleika á að komast alla leið á úrslitakvöld Eurovision? „Ef það gerist þá verður það fyrir mikla persónutöfra frábærs söngvara sem er óvenju vandvirkur og trúr sínu. Það er hægt að fara langt á því líka. Ég velti því samt fyrir mér af hverju okkar vönustu, flinkustu, reyndustu, sniðugustu og afkastamestu dægurlagahöfundar taka ekki þátt í keppninni. Þú heyrir aldrei af þeim nema í sambandi við Eurovisionkeppnina. Þetta eru Eurovision-hobbýistar. Það hlýtur að vera svolítið stór spurning hvers vegna Ríkisútvarpið skapar ekki skilyrði til þess að þeir höfundar sem ég taldi upp með þessum forskeytum, taki ekki þátt." Þá gagnrýnir Magnús keppnina fyrir að hafa fagfélög hljómlistarmanna og höfunda ekki meira með í ráðum. „Myndi vera haldin arkitektakeppni án samráðs við félag arkitekta? Þetta er kannski samningslega, lögfræðilega og stjórnmálalega einkamál ríkisútvarpsstöðva hvers lands fyrir sig, en mér er til efs að það sé minna samband haft við fagaðila heldur en á Íslandi." Tengdar fréttir Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. 2. febrúar 2013 22:17 Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld. 2. febrúar 2013 21:59 Húrrandi hamingja í Hörpu Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason ljósmyndari í Hörpu í gærkvöldi þegar ljóst var að tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, kepptu um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 3. febrúar 2013 12:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Lag sem samið er í hefðbundnum þjóðlagastíl, svo ég tali nú ekki um þegar það er í stíl sem er jafn margreyndur og hinn keltneski, og lagið heldur fast í hönd hins hefðbundna, þá er náttúrulega voðinn vís," segir hljómlistarmaðurinn Magnús Kjartansson í kjölfar umræðu um að framlag Íslendinga til Eurovision sé stolið lag. Síðan lag þeirra Örlygs Smára og Péturs Arnar Guðmundssonar, Ég á líf, var frumflutt hafa netverjar verið duglegir við að benda á líkindi þess með lagi kanadíska gríntríósins The Arrogant Worms, I Am Cow. Eftir að Ég á líf, sem söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson flytur, vann úrslitakvöld undankeppninnar í gærkvöldi náðu I Am Cow-færslur netverja algjöru hámarki. „Við þekkjum þetta keltneska og írska. Við þekkjum umræðuna um Söknuð og Danny Boy. Ísland kýs lag núna í Eurovision sem sækir algjörlega í þennan brunn og heldur fast í hefðir sem eru aldagamlar, og þá kvikna auðvitað rauð ljós alls staðar." Magnús, sem var formaður STEF um áraskeið, segir umræðuna nánast alltaf koma upp varðandi eitthvert keppnislandanna, en mismikið þó. „Þetta held ég að falli undir liðinn Fastir liðir eins og venjulega, en það er alltaf leiðinlegt að vera landið sem fær þetta umtal."Eigum að upphefja frumleikann Magnús treystir sér ekki til að fullyrða hvort Evrópa taki undir með íslenskum netverjum og muni telja lagið stolið. „Ég er ekki spámaður, en í keppni þá er hættan alltaf sú að ef hægt er að níða niður keppinautinn, að það verði gert," segir Magnús, en hann virðist þó setja ákveðin spurningamerki við framlagið. „Ég held að það hljóti að vera draumur Íslands og Íslendinga að við vekjum athygli vegna þess að við erum öðruvísi. Ekki vegna þess að við erum eins, og eitthvað sem er þegar til. Við erum að fagna árangri á tónlistarsviðinu um víða veröld fyrir okkar frumleika en ekki fyrir eftirhermuskap. Þess vegna er það leiðinlegt ef svo færi að við fengjum síðan umtal um hið gagnstæða." En telur Magnús lag Íslands eiga möguleika á að komast alla leið á úrslitakvöld Eurovision? „Ef það gerist þá verður það fyrir mikla persónutöfra frábærs söngvara sem er óvenju vandvirkur og trúr sínu. Það er hægt að fara langt á því líka. Ég velti því samt fyrir mér af hverju okkar vönustu, flinkustu, reyndustu, sniðugustu og afkastamestu dægurlagahöfundar taka ekki þátt í keppninni. Þú heyrir aldrei af þeim nema í sambandi við Eurovisionkeppnina. Þetta eru Eurovision-hobbýistar. Það hlýtur að vera svolítið stór spurning hvers vegna Ríkisútvarpið skapar ekki skilyrði til þess að þeir höfundar sem ég taldi upp með þessum forskeytum, taki ekki þátt." Þá gagnrýnir Magnús keppnina fyrir að hafa fagfélög hljómlistarmanna og höfunda ekki meira með í ráðum. „Myndi vera haldin arkitektakeppni án samráðs við félag arkitekta? Þetta er kannski samningslega, lögfræðilega og stjórnmálalega einkamál ríkisútvarpsstöðva hvers lands fyrir sig, en mér er til efs að það sé minna samband haft við fagaðila heldur en á Íslandi."
Tengdar fréttir Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. 2. febrúar 2013 22:17 Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld. 2. febrúar 2013 21:59 Húrrandi hamingja í Hörpu Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason ljósmyndari í Hörpu í gærkvöldi þegar ljóst var að tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, kepptu um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 3. febrúar 2013 12:15 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. 2. febrúar 2013 22:17
Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld. 2. febrúar 2013 21:59
Húrrandi hamingja í Hörpu Meðfylgjandi myndir tók Valgarður Gíslason ljósmyndari í Hörpu í gærkvöldi þegar ljóst var að tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, kepptu um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins. 3. febrúar 2013 12:15