Innlent

Þorvaldur Gylfason hættur í stjórn Lýðræðisvaktarinnar

Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor er hættur sem vakstjóri Lýðræðisvaktarinnar.
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor er hættur sem vakstjóri Lýðræðisvaktarinnar.
Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor, er hættur sem vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar.

Á aðalfundi á sunnudaginn síðastliðinn var kosin ný stjórn en Þorvaldur baðst undan endurkjöri. Lýður Árnason, læknir, tekr við sem vaktstjóri flokksins.

Tillaga um að Lýðræðisvaktin færi ekki í framboð fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar var samþykkt og rætt um möguleika á samstarfi við aðra flokka með svipuð stefnumál fyrir næstu þingkosningar.

Í nýja stjórn Lýðræðisvaktarinnar voru kjörnir: Ástrós Signýjardóttir stjórnmálafræðingur, Hjörtur Hjartarson kynningarstjóri, Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur, Rannveig Höskuldsdóttir verkakona, Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur og Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, viðskiptafræðingur.

Arnfríður Guðmundsdóttir og Árni Stefán Árnason báðust einnig undan endurkjöri í stjórnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×