Innlent

Gleymum ekki smáfuglunum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Það er gott fyrir smáfuglana að fá mat þegar frost er og kuldi.
Það er gott fyrir smáfuglana að fá mat þegar frost er og kuldi. mynd/GVA
„Það er ágætt að minna fólk á að gleyma ekki smáfuglunum þegar það fer að vetra,“ segir Ellen Magnúsdóttir fuglafræðingur. Hún segir þó nokkuð um það að fólk gefi smáfuglunum til að hjálpa þeim.

Hún segir fuglana koma í garða til fólks, sérstaklega þegar það sé frost og kuldi. „Það er gott fyrir þá að fá mat. Það er líka mikið af fólki sem gefur fuglunum upp á eigin ánægju og því finnst gaman að horfa á fuglana.

Ellen segir að það sé hægt að gefa þeim ýmislegt að borða. Til dæmis fuglafóður og mjöl kúlur sem fást í gæludýraverslunum. Hún segir að það sé í raun hægt að gefa þeim allt, helst eitthvað fitumikið. Það sé til dæmis sniðugt að setja smjör á brauð áður en fuglunum sé gefið það.

Hún segir þetta vera skógarþresti, starra, auðnutittlinga og snjótittlinga. Auðnutittlingarnir og snjótittlingarnir sæki mikið í fræ en hinir í annað. Hún segir ekki algengt að hrafnar komi í garða, þeir vilji frekar koma á opnari svæði.

Ellen segir að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af mávunum. Sílamávurinn sem sé mesti vargurinn sé farinn af landi og hettumávarnir sæki ekkert að viti inn í garða fólk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×