Mættu ofjörlum á Maksimir Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 20. nóvember 2013 06:00 Hollenski dómarinn Björn Kuipers flautar hér til leiksloka við mikinn fögnuð leikmanna króatíska landsliðsins. Mynd/Vilhelm Þrátt fyrir að karlalandsliði Íslands væri rétt vegleg líflína í Zagreb í gær átti liðið aldrei möguleika. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn sem lömb í höndum Króata og trúin á verkefnið virtist minnka eftir því sem á leið. Í 38 mínútur sóttu Króatar á okkar menn sem sátu aftarlega á vellinum, ráðvilltir en vörðust þó hetjulega. Eftir enn eina hornspyrnu heimamanna á 27. mínútu var Mario Mandzukic dauðafrír á fjærstöng og skoraði auðveldlega. Staðan var sanngjörn og Íslendingar á Maksimir-leikvanginum og víðar farnir að vonast eftir því að liðinu tækist að lifa af marki undir til hálfleiks. Skyndilega birti til. Mandzukic sá rautt á 38. mínútu og allt í einu var von. Reyndar miklu meira en það. Hann var orðinn risastór. Eftir fimmtán mínútna ráðagerð í leikhléi byrjaði síðari hálfleikur á versta mögulega hátt. Dario Srna skoraði og allt ætlaði um koll að keyra í Zagreb. Allt í einu þurftu strákarnir tvö mörk og í sannleika sagt voru Króatarnir líklegri til að bæta við marki, manni færri, en við að minnka muninn. Vonbrigðin í leikslok voru mikil enda ljóst hve nálægt við vorum farseðlinum til Brasilíu. Jafnljóst var að við þyrftum á afburðaframmistöðu að halda gegn Króötum sem kunnu betur að meðhöndla spennuþrungnar aðstæður þar sem svo mikið var í húfi. Lykilmenn voru fjarri sínu besta, liðið saknaði Kolbeins Sigþórssonar sárlega og í raun vorum við heppnir að ekki fór verr. Þegar á hólminn var komið voru okkar menn ekki klárir. Nánast enginn leikmaður Íslands hafði spilað jafnmikilvægan leik á ferlinum en nú er slíkur leikur kominn í reynslubankann. Þótt frammistaðan í gærkvöldi væri léleg hefur leikur Íslands í keppninni verið til fyrirmyndar. Handan við hornið er Evrópumótið í Frakklandi 2016 og ljóst að þangað eiga okkar menn, reynslunni ríkari, góðan möguleika á að komast. Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Þrátt fyrir að karlalandsliði Íslands væri rétt vegleg líflína í Zagreb í gær átti liðið aldrei möguleika. Frá fyrstu mínútu voru okkar menn sem lömb í höndum Króata og trúin á verkefnið virtist minnka eftir því sem á leið. Í 38 mínútur sóttu Króatar á okkar menn sem sátu aftarlega á vellinum, ráðvilltir en vörðust þó hetjulega. Eftir enn eina hornspyrnu heimamanna á 27. mínútu var Mario Mandzukic dauðafrír á fjærstöng og skoraði auðveldlega. Staðan var sanngjörn og Íslendingar á Maksimir-leikvanginum og víðar farnir að vonast eftir því að liðinu tækist að lifa af marki undir til hálfleiks. Skyndilega birti til. Mandzukic sá rautt á 38. mínútu og allt í einu var von. Reyndar miklu meira en það. Hann var orðinn risastór. Eftir fimmtán mínútna ráðagerð í leikhléi byrjaði síðari hálfleikur á versta mögulega hátt. Dario Srna skoraði og allt ætlaði um koll að keyra í Zagreb. Allt í einu þurftu strákarnir tvö mörk og í sannleika sagt voru Króatarnir líklegri til að bæta við marki, manni færri, en við að minnka muninn. Vonbrigðin í leikslok voru mikil enda ljóst hve nálægt við vorum farseðlinum til Brasilíu. Jafnljóst var að við þyrftum á afburðaframmistöðu að halda gegn Króötum sem kunnu betur að meðhöndla spennuþrungnar aðstæður þar sem svo mikið var í húfi. Lykilmenn voru fjarri sínu besta, liðið saknaði Kolbeins Sigþórssonar sárlega og í raun vorum við heppnir að ekki fór verr. Þegar á hólminn var komið voru okkar menn ekki klárir. Nánast enginn leikmaður Íslands hafði spilað jafnmikilvægan leik á ferlinum en nú er slíkur leikur kominn í reynslubankann. Þótt frammistaðan í gærkvöldi væri léleg hefur leikur Íslands í keppninni verið til fyrirmyndar. Handan við hornið er Evrópumótið í Frakklandi 2016 og ljóst að þangað eiga okkar menn, reynslunni ríkari, góðan möguleika á að komast. Þótt Brasilíuævintýrið sé úti er ævintýri karlalandsliðsins rétt að byrja.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira