Innlent

Páll vill víðari skírskotun í dagskrárgerð RÚV

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/GVA
„Þetta heitir almannaþjónustuútvarp, þetta er ekki fámannaþjónustuútvarp,“ sagði Páll Magnússon útvarpsstjóri í viðtali í þættinum Sprengisandur í umsjón Sigurjóns M. Egilssonar í morgun.

Hann segir að ekki megi hafa skírskotunina of þrönga. Alls staðar í kringum okkur, á norðurlöndunum, í Bretlandi og alls staðar þar sem við tökum okkur rekstur ríkisstöðva til fyrirmyndar, gangi skilgreining á starfseminni út á að það verði að vera almenn skírskotun í dagskrárgerð.

„Það má ekki breyta þessu í einhverja sérviskulega, þrönga dagskrá sem hefur ekki almenna skírskotun, þá er alveg eins gott að loka þessu, þá hefur þetta enga þýðingu,“ sagði Páll.

Hann segir að það vanti allt „prinsipp“ í umræðuna um niðurskurðinn á RÚV. Þar sé aðeins verið að horfa framan í raunveruleikann sem sé að finna í fjárlagafrumvarpinu og stefnu síðustu þriggja ríkisstjórna.


Tengdar fréttir

Útfararstemning yfir flashmob í Smáralind

Tónlistarfólk úr öllum áttum safnaðist saman klukkan hálf fimm í Smáralind í dag og söng saman lagið Heyr himnasmiður, til þess að mótmæla niðurskurðinum á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×