Erlent

Barack Obama heitir fullum stuðningi við íbúa í Boston

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Barack Obama talar í símann við Robert Mueller, forstjóra FBI, til að fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála í Boston.
Barack Obama talar í símann við Robert Mueller, forstjóra FBI, til að fá nýjustu upplýsingar um stöðu mála í Boston. Mynd/ Getty.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er í stöðugum samskiptum við yfirvöld í Massachusett vegna sprenginganna sem þar urðu í kvöld og hefur falið ríkisstjórn sinni að veita alla þá aðstoð sem nauðsynleg er til þess að rannsaka og bregðast við. Talið er að minnst tvær, jafnvel þrjár sprengjur hafi sprungið í Boston í kvöld. Þar fór fram maraþon og voru fjölmargir Íslendingar í borginni.

Einn af talsmönnum Hvíta hússins segir að forsetinjn hafi hringt í Tom Menino, borgarstjóra í Boston, og ríkisstjóra Massachusett, Deval Patrick, til þess að sýna stuðning og bjóða fram aðstoð.

Embættismenn úr heimavarnarráðuneytinu upplýstu Obama um stöðu mála í kvöld, að því er fram kemur í fréttum Fox sjónvarpsstöðvarinnar. Þá hefur Eric Holder, dómsmálaráðherra, verið í sambandi við Robert Mueller, forstjóra alríkislögreglunnar, og heitið fullum stuðningi ráðuneytisins.

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, var á fundi um herta löggjöf við skotvopnaeign. Hann sagðist ekki vita hvað hafi orsakað sprengingarnar. „..en við biðjum fyrir fólkinu í Boston sem særðist í sprenginunum,“ sagði hann.

Hér má lesa meira um viðbrögð bandarískra stjórnvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×