Páll Magnússon, útvarpsstjórri, ætlar að funda með starfsfólki Ríkisútvarpsins á Markúsartorgi í Efstaleiti klukkan ellefu.
Fundurinn átti upphaflega að vera á morgun en Páll tilkynnti starfsfólki seint í gærkvöldi að fundurinn yrði í dag.
Hallgrímur Indriðason, formaður Félags fréttamanna, segist ekki vita hvað verði til umræðu á fundinum. „En ég held að menn séu fegnir að fundurinn verði í dag, en ekki á morgun eins og til stóð,“ segir hann.
Um 1.300 manns hafa boðað komu sína á mótmæli fyrir utan Útvarpshúsið klukkan 12:30 í dag, til að mótmæla 60 uppsögnum á RÚV í gær.
Páll fundar með starfsfólki
