Viðskipti innlent

Valitor byrjað að afgreiða kortagreiðslur til Wikileaks

Greiðslukortafyrirtækið Valitor er byrjað að afgreiða kortagreiðslur til Wikileaks. Þetta kemur fram í frétt hjá Bloomberg fréttaveitunni.

Þar er rifað upp að Hæstiréttur dæmdi Valitor til að afgreiða kortagreiðslur til Wikileaks í apríl s.l. Hafði Valitor 15 daga til að framfylgja dóminum eða greiða 800 þúsund krónur í dagsektir.

Það var íslenska kortafyrirtækið DataCell sem höfðaði málið gegn Valitor á sínum tíma. Blommberg ræðir við Svein Andra Sveinsson lögmann DataCell sem segir að byrjað hafi verið í gærdag að afgreiða greiðslurnar til Wikileaks. Visa Europe hafi einnig staðfest að það sé hætt að stöðva greiðslur til Wikileaks.

„Dagurinn í dag er góður dagur fyrir tjáningarfrelsið," segir Sveinn Andri í samtali við Bloomberg.

Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, segir í samtali við fréttastofu í morgun sigurinn í Hæstarétti hafi skipt samtökin miklu máli og ánægjulegt sé að greiðslunar séu farnar að berast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×