Guðmundur Felix á flæðiskeri staddur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 25. júní 2013 19:21 Guðmundur Felix bíður handaágræðslu. Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. Hann fær ekki að flytja söfnunarfé úr landi og óttast að lenda á götunni í næstu viku. Guðmundur er nú staddur í Lyon í Frakklandi, þar sem hann undirbýr sig fyrir aðgerðina miklu. Hún er fyrirhuguð í september næstkomandi. Síðustu ár hefur Guðmundur safnað fé fyrir aðgerðinni en hún kostar um 25 milljónir króna. Hann fékk undanþágu frá gjaldeyrislögum til að kaupa evrur fyrir söfnunarféð. Nú er sú staða hins vegar komin upp að hann fær ekki að flytja féð úr landi. Guðmundur er nú stadddur í leiguíbúð í Lyon meðan hann leitar að húsnæði, fyrst þarf hann að ræða við lögfræðinga Seðlabankans um peningana. „Þessi undanþága sem ég fékk hún tók víst bara til þess að kaupa evrurnar en ekki flytja þær úr landi," segir Guðmundur Felix. „Við verðum á götunni í næstu viku ef þetta gengur ekki, þannig að við erum í skítamálum." Guðmundur vonast til að leysa peninginn út á næstu dögum. Hann segir það vera hræðilegt að þurfa að hafa áhyggjur af slíkum málum, nú þegar styttist í aðgerðina. „Nóg er nú óvissan, þó ekki sé fyrir húsnæðismál og þetta rugl, þessi gjaldeyrishaftamál," segir Guðmundur Felix. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum virðist misskilningur hafa átt sér stað og er Guðmundi ráðlagt að hafa samband við gjaldeyriseftirlit bankans. Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í hörmulegu vinnuslysi fyrir fimmtán árum, er á flæðiskeri staddur í Frakklandi þar sem hann bíður eftir handaágræðslu. Hann fær ekki að flytja söfnunarfé úr landi og óttast að lenda á götunni í næstu viku. Guðmundur er nú staddur í Lyon í Frakklandi, þar sem hann undirbýr sig fyrir aðgerðina miklu. Hún er fyrirhuguð í september næstkomandi. Síðustu ár hefur Guðmundur safnað fé fyrir aðgerðinni en hún kostar um 25 milljónir króna. Hann fékk undanþágu frá gjaldeyrislögum til að kaupa evrur fyrir söfnunarféð. Nú er sú staða hins vegar komin upp að hann fær ekki að flytja féð úr landi. Guðmundur er nú stadddur í leiguíbúð í Lyon meðan hann leitar að húsnæði, fyrst þarf hann að ræða við lögfræðinga Seðlabankans um peningana. „Þessi undanþága sem ég fékk hún tók víst bara til þess að kaupa evrurnar en ekki flytja þær úr landi," segir Guðmundur Felix. „Við verðum á götunni í næstu viku ef þetta gengur ekki, þannig að við erum í skítamálum." Guðmundur vonast til að leysa peninginn út á næstu dögum. Hann segir það vera hræðilegt að þurfa að hafa áhyggjur af slíkum málum, nú þegar styttist í aðgerðina. „Nóg er nú óvissan, þó ekki sé fyrir húsnæðismál og þetta rugl, þessi gjaldeyrishaftamál," segir Guðmundur Felix. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum virðist misskilningur hafa átt sér stað og er Guðmundi ráðlagt að hafa samband við gjaldeyriseftirlit bankans.
Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Fleiri fréttir Bolludagur, sprengidagur, öskudagur og maskadagur Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira