Innlent

Daníel bóndi ekki borinn út

Jakob Bjarnar skrifar
Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, er gjaldþrota en hefur réttarstöðu ábúanda.
Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, er gjaldþrota en hefur réttarstöðu ábúanda.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur hafnað kröfu dótturfélags Landsbankans um að Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum í Reykhólahreppi, verði borinn út af jörðinni. Þetta kemur fram á bb.is.

Í dómnum segir að ekki verði annað ráðið af gögnum málsins en að Daníel hafi haldið áfram búrekstri á Ingunnarstöðum á þriðja ár eftir að bú hans var tekið til gjaldþrotaskipta.

Þá telur lögmaður Daníels ýmislegt í málinu vekja furðu. Vandséð er hvernig Landsbankanum hafi verið heimilt að selja mjólkurkvótann á jörðinni án samráðs við Daníel. Verið sé að skoða grundvöll fyrir skaðabótamáli gegn Landsbankanum. Enda þótt Daníel sé gjaldþrota hafi hann réttarstöðu ábúanda og fara beri að lögum um það hvernig hægt sé að losna við ábúanda af jörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×