Sport

Sigur ekki nóg fyrir Bolt í Moskvu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Usain Bolt við heimsmetið sitt í Berlín árið 2009.
Usain Bolt við heimsmetið sitt í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty
Usain Bolt, fótfráasti hlaupari heims, ætlar sér stóra hluti á HM í frjálsum íþróttum sem hefst um helgina í Moskvu.

„Ég veit að ég þarf að gera meira en að að vinna hlaupið. Allir þessir kappar eru fjarverandi svo ég þarf að hlaupa hratt til þess að blása á allar vangaveltur,“ segir Jamaíkamaðurinn sem á heimsmetið í 100 metra hlaupi sem sett var árið 2009.

Asafa Powell og Tyson Gay verða ekki á meðal keppenda í 100 metra hlaupinu í Moskvu eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Sjö af tíu hlaupurum sem eiga hröðustu tíma frá upphafi hafa verið gripnir með óhreint mjöl í pokahorninu.

„Mig langar að gera eitthvað magnað í Moskvu. Auðvitð koma nokkrir þættir inn eins og brautin, veðrið og fleira en ef ég næ réttri tækni og góðri byrjun þá getur allt gerst.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×