Nú er hægt að fá sálfræðimeðferð í gegnum tölvur Hrund Þórsdóttir skrifar 8. september 2013 18:45 Fjóla Dögg Helgadóttir, doktor í sálfræði, hefur búið til forrit sem veitir hugræna atferlismeðferð. Sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir starfar við Oxfordháskóla og hóf vinnu við forrit sem gæti beitt hugrænni atferlismeðferð, í gegnum doktorsnám sitt fyrir átta árum. Í forritinu, sem nú er tilbúið, er byggt á rannsóknaþekkingu undanfarinna áratuga og er forritið þeim eiginleika gætt að geta sniðið meðferðina að hverjum einstaklingi út frá stöðluðum spurningalistum. „Það sem forritið í raun gerir er að spyrja fólk um hegðun og hugsanir þess í daglegu lífi og út frá þeim fer forritið í gegnum þær æfingar sem sálfræðingur myndi gera í venjulegri meðferð,“ segir Fjóla. Yfirleitt þarf fólk að fá greiningu á kvillum sínum til að fá hjálp, en forritið gerir það óþarft og getur til dæmis nýst þeim sem vilja auka sjálfsöryggi sitt. Forritið vinnur með notendum í sex mánuði. „Þú vinnur alls konar æfingar og fólk kemur yfirleitt svona 15 sinnum inn í forritið og fær hjálp án þess að þurfa að fara eitthvert og segja: „Ég er með félagsfælni og þess vegna þarf ég að fá meðferð“. Það er nýjungin í þessu.“ Forritið hefur einnig reynst vel við þunglyndi og í þróun er að vinna með sálfræðilegu hliðina á ófrjósemi. „Fólk sem er með félagsfælni vill ekki tala við annað fólk og fólk sem er ófrjótt vill ekki tala um það heldur. Þess vegna er netið besta leiðin til að ná til þessa fólks heima í stofu.“ Á netsíðunni ai-therapy.com má finna allar upplýsingar og þar getur fólk skráð sig til þátttöku í ófrjósemisrannsókninni áður en það forrit fer á markað. Fjóla segir meðferðina kosta á við einn tíma hjá sálfræðingi. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira
Sálfræðingurinn Fjóla Dögg Helgadóttir starfar við Oxfordháskóla og hóf vinnu við forrit sem gæti beitt hugrænni atferlismeðferð, í gegnum doktorsnám sitt fyrir átta árum. Í forritinu, sem nú er tilbúið, er byggt á rannsóknaþekkingu undanfarinna áratuga og er forritið þeim eiginleika gætt að geta sniðið meðferðina að hverjum einstaklingi út frá stöðluðum spurningalistum. „Það sem forritið í raun gerir er að spyrja fólk um hegðun og hugsanir þess í daglegu lífi og út frá þeim fer forritið í gegnum þær æfingar sem sálfræðingur myndi gera í venjulegri meðferð,“ segir Fjóla. Yfirleitt þarf fólk að fá greiningu á kvillum sínum til að fá hjálp, en forritið gerir það óþarft og getur til dæmis nýst þeim sem vilja auka sjálfsöryggi sitt. Forritið vinnur með notendum í sex mánuði. „Þú vinnur alls konar æfingar og fólk kemur yfirleitt svona 15 sinnum inn í forritið og fær hjálp án þess að þurfa að fara eitthvert og segja: „Ég er með félagsfælni og þess vegna þarf ég að fá meðferð“. Það er nýjungin í þessu.“ Forritið hefur einnig reynst vel við þunglyndi og í þróun er að vinna með sálfræðilegu hliðina á ófrjósemi. „Fólk sem er með félagsfælni vill ekki tala við annað fólk og fólk sem er ófrjótt vill ekki tala um það heldur. Þess vegna er netið besta leiðin til að ná til þessa fólks heima í stofu.“ Á netsíðunni ai-therapy.com má finna allar upplýsingar og þar getur fólk skráð sig til þátttöku í ófrjósemisrannsókninni áður en það forrit fer á markað. Fjóla segir meðferðina kosta á við einn tíma hjá sálfræðingi.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fleiri fréttir Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Sjá meira