Einar Boom fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2013 15:08 Einar Ingi Marteinsson fer fram á 74 milljónir í skaðabætur Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur. Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einari Inga í ársbyrjun. Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels. „Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi en hann er staddur í Afríku. „Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar. Fram kemur í stefnunni sem Vísir hefur undir höndum að Einar telji sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerðum lögreglu, handtöku, húsleit á heimili hans og gæsluvarðhaldi. Einar ítrekar að hann hafi á engan hátt verið valdur að né átt þátt í málinu sem hann var ákærður fyrir. Af þeim sökum ber að dæma honum bætur. Einar Ingi mun hafa gefið ítarlega skýrslu daginn sem hann var handtekinn auk þess sem rituð var skýrsla af samtali stefnanda við einn lögreglumanna. Hann lýsti þar með tæmandi hætti aðkomu sinni að málinu, sem var smávægileg og ekki þess eðlis að handtaka ætti hann, né þá að hneppa í gæsluvarðhald um fimm mánaða skeið. Í stefnunni kemur fram að Einar hafi þurfti að þola það um rúmlega fimm mánaða skeið að vera sviptur frelsi sínu. Þá var hann að hluta til í einangrunarvistun, allt fram til 19. janúar 2012. Á þeim tíma hafði hann því engin tök á að hafa samband við sína nánustu og útskýra ástæðuna fyrir því að hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Frelsissviptingin olli honum miklum kvíða, angist og vanlíðan.Glímir við áfallastreituröskun Einari Inga leið verulega illa á meðan á gæsluvarðhaldi stóð. Um fimm mánaða skeið hafði hann sífelldar áhyggjur af framtíðinni, framtíð fjölskyldu sinnar og afkomumöguleikum. Fyrstu fjórar vikur gæsluvarðhaldsins fékk hann ekki að hitta konu sína og börn. Þegar hann fékk síðan að hitta þau var það eingöngu í 30 mínútur í senn undir eftirliti fangavarðar. Hann var verulega reiður á þessum tíma, taldi að hann væri hnepptur í gæsluvarðhald án nokkurra raunverulegra sönnunargagna og hann sæti þar vegna orðspors síns en ekki raunverulegra gjörða. Samkvæmt læknisvottorði hrakaði andlegu ástandi Einars eftir því sem leið á gæsluvarðhaldið, hann varð þunglyndur og glímir að öllum líkindum við áfallastreituröskun. Hann krefst því 74 milljóna króna í miskabætur og vegna tekjumissis.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“