Skjótt skipast veður í lofti. Aníta Hinriksdóttir verður þrátt fyrir allt á meðal keppenda í úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi kvenna á HM 17 ára og yngri á sunnudag.
Aníta, sem dæmd hafði verið úr leik fyrir að stíga á línu, hefur fengið leyfi til að keppa. Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu, kærði úrskurð dómara og þar sem ekki var hægt að sjá hvort Aníta hafi stigið á línu eða ekki í upptökum var úrskurðað að hún fengi að hlaupa í úrslitahlaupinu.
Aníta kom langfyrst í mark í sínum undanúrslitariðli og þykir sigurstranglegust fyrir úrslitahlaupið sem fram fer á sunnudag. Óhætt er að segja að um gleðifréttir sé að ræða.
Aníta fær að hlaupa í úrslitum eftir allt saman
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti


Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti
