Besta gengi Bjarna í formannskjöri Stígur Helgason skrifar 25. febrúar 2013 09:45 Formaðurinn Bjarni Benediktsson, varaformaðurinn Hanna Birna Kristjánsdóttir og Krisján Þór Júlíusson, annar varaformaður, voru að vonum ánægð með árangurinn í Laugardalshöll í gær. Mynd/Valli Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á 41. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í gær. Bjarni hlaut 939 atkvæði af 1190, eða 78,9 prósent greiddra atkvæða. Þetta er besta niðurstaða Bjarna í formannskosningu síðan hann var fyrst kjörinn árið 2009. Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 18,8 prósent atkvæða í formannskjörinu, þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér til embættisins. Séra Halldór Gunnarsson í Holti var sá eini sem bauð sig fram gegn Bjarna, en hvatti viðstadda þó í framboðsræðu sinni til að greiða Hönnu Birnu atkvæði sitt. Halldór hlaut nítján atkvæði, eða 1,6 prósent. Hanna Birna, sem er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og leiðir lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu í kosningunum til Alþingis í vor, var kjörin varaformaður með 95 prósentum greiddra atkvæða, 1.120 atkvæðum af 1.179. Hún tekur við embættinu af Ólöfu Nordal. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, var endurkjörinn annar varaformaður.Hlakkar til kosninganna „Ég segi það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég hlakka til að vinna með ykkur hverju og einu í kosningunum – í þágu heimilanna," sagði Bjarni að loknu formannskjörinu. „Við erum hér komin saman með grunngildin sem okkar leiðarljós til þess að tryggja að við getum mætt kröfum þjóðfélagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Það erum við að gera hér í dag og höfum verið að gera allan þennan landsfund, að slípa til og skerpa stefnuna. Það er að ganga vel. Við erum ekki flokkur sem hræðist skoðanaskipti. Við sköpum vettvang fyrir skoðanaskipti," sagði Bjarni. Hanna Birna var sömuleiðis bljúg þegar niðurstöður varaformannskjörsins lágu fyrir. „Ég veit varla hvað ég á að segja. Ég er hrikalega stolt og ofboðslega þakklát fyrir þennan mikla og afdráttarlausa stuðning og þá miklu vináttu og kraft sem ég finn á þessum fundi. Ég held að þetta skipti Sjálfstæðisflokkinn miklu máli, mjög miklu máli," sagði hún.Aðildarviðræðunum verði hætt Á fundinum var samþykkt tillaga frá séra Geir Waage þess efnis að aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu skyldi hætt og þeim ekki haldið áfram nema vilji til þess kæmi fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir flutti breytingartillögu við tillögur utanríkismálanefndar flokksins, sem hafði lagt til að hlé yrði gert á viðræðunum og þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um framhaldið. Benedikt Jóhannesson hvatti til að sú tillaga yrði samþykkt óbreytt, en Geir hafði betur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi þessa niðurstöðu í hádegisfréttum RÚV í gær. Hún sagði hana vera vonbrigði og að hún þrengdi stöðu flokksins. Þá leggur fundurinn til að Evrópustofu verði lokað og segir óhæfu að Evrópusambandið reki hér á landi kynningarskrifstofu.Tekist á um verðtrygginguna Verðtryggingin var einnig bitbein á fundinum. Margir urðu til þess að gagnrýna hana og áhrif hennar á fjárhag heimilanna, en aðrir bentu á að hún yrði ekki afnumin nema með ærnum kostnaði fyrir hið opinbera og líktu því meðal annars við að pissa í skóinn sinn. Að lokum fór svo að Bjarni Benediktsson lagði fram sáttatillögu um aðgerðir í húsnæðismálum og verðtrygginguna. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur," segir í tillögunni. Hún var samþykkt og kom því aldrei til þess að aðrar tillögur um verðtrygginguna sem ýmist gengu lengur eða skemur kæmu til afgreiðslu. Í stjórnmálaályktun flokksins að loknum fundinum eru fimm atriði sett á oddinn, sem sjá má hér til hliðar. Þar segir jafnframt að flokkurinn sé tilbúinn til forystu í íslensku samfélagi þar sem áherslan verði á forgangsröðun í þágu heimila og fyrirtækja. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á 41. landsfundi flokksins í Laugardalshöll í gær. Bjarni hlaut 939 atkvæði af 1190, eða 78,9 prósent greiddra atkvæða. Þetta er besta niðurstaða Bjarna í formannskosningu síðan hann var fyrst kjörinn árið 2009. Hanna Birna Kristjánsdóttir hlaut 18,8 prósent atkvæða í formannskjörinu, þrátt fyrir að hafa ekki gefið kost á sér til embættisins. Séra Halldór Gunnarsson í Holti var sá eini sem bauð sig fram gegn Bjarna, en hvatti viðstadda þó í framboðsræðu sinni til að greiða Hönnu Birnu atkvæði sitt. Halldór hlaut nítján atkvæði, eða 1,6 prósent. Hanna Birna, sem er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og leiðir lista flokksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu í kosningunum til Alþingis í vor, var kjörin varaformaður með 95 prósentum greiddra atkvæða, 1.120 atkvæðum af 1.179. Hún tekur við embættinu af Ólöfu Nordal. Kristján Þór Júlíusson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, var endurkjörinn annar varaformaður.Hlakkar til kosninganna „Ég segi það frá mínum dýpstu hjartarótum að ég hlakka til að vinna með ykkur hverju og einu í kosningunum – í þágu heimilanna," sagði Bjarni að loknu formannskjörinu. „Við erum hér komin saman með grunngildin sem okkar leiðarljós til þess að tryggja að við getum mætt kröfum þjóðfélagsins eins og þær eru á hverjum tíma. Það erum við að gera hér í dag og höfum verið að gera allan þennan landsfund, að slípa til og skerpa stefnuna. Það er að ganga vel. Við erum ekki flokkur sem hræðist skoðanaskipti. Við sköpum vettvang fyrir skoðanaskipti," sagði Bjarni. Hanna Birna var sömuleiðis bljúg þegar niðurstöður varaformannskjörsins lágu fyrir. „Ég veit varla hvað ég á að segja. Ég er hrikalega stolt og ofboðslega þakklát fyrir þennan mikla og afdráttarlausa stuðning og þá miklu vináttu og kraft sem ég finn á þessum fundi. Ég held að þetta skipti Sjálfstæðisflokkinn miklu máli, mjög miklu máli," sagði hún.Aðildarviðræðunum verði hætt Á fundinum var samþykkt tillaga frá séra Geir Waage þess efnis að aðildarviðræðunum að Evrópusambandinu skyldi hætt og þeim ekki haldið áfram nema vilji til þess kæmi fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Geir flutti breytingartillögu við tillögur utanríkismálanefndar flokksins, sem hafði lagt til að hlé yrði gert á viðræðunum og þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um framhaldið. Benedikt Jóhannesson hvatti til að sú tillaga yrði samþykkt óbreytt, en Geir hafði betur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi þessa niðurstöðu í hádegisfréttum RÚV í gær. Hún sagði hana vera vonbrigði og að hún þrengdi stöðu flokksins. Þá leggur fundurinn til að Evrópustofu verði lokað og segir óhæfu að Evrópusambandið reki hér á landi kynningarskrifstofu.Tekist á um verðtrygginguna Verðtryggingin var einnig bitbein á fundinum. Margir urðu til þess að gagnrýna hana og áhrif hennar á fjárhag heimilanna, en aðrir bentu á að hún yrði ekki afnumin nema með ærnum kostnaði fyrir hið opinbera og líktu því meðal annars við að pissa í skóinn sinn. Að lokum fór svo að Bjarni Benediktsson lagði fram sáttatillögu um aðgerðir í húsnæðismálum og verðtrygginguna. „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar á fyrsta starfsári verði markviss og tímasett áætlun um að verðtryggð húsnæðis- og neytendalán verði ekki almenn regla líkt og verið hefur," segir í tillögunni. Hún var samþykkt og kom því aldrei til þess að aðrar tillögur um verðtrygginguna sem ýmist gengu lengur eða skemur kæmu til afgreiðslu. Í stjórnmálaályktun flokksins að loknum fundinum eru fimm atriði sett á oddinn, sem sjá má hér til hliðar. Þar segir jafnframt að flokkurinn sé tilbúinn til forystu í íslensku samfélagi þar sem áherslan verði á forgangsröðun í þágu heimila og fyrirtækja.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira