Hrikalegt fylgistap hjá stjórninni Brjánn Jónasson skrifar 6. apríl 2013 07:00 Stefanía Óskarsdóttir Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi. Kosningar 2013 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Sveiflur á fylgi flokkanna eru með miklum ólíkindum og stemningin í kringum Framsóknarflokkinn virðist svipuð því sem var í kringum framboð Besta flokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum, segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem fjallað var um í Fréttablaðinu í gær kom fram að Framsóknarflokkurinn nyti nú stuðnings 40 prósenta kjósenda og Sjálfstæðisflokkurinn 17,8 prósenta. „Fylgistap Sjálfstæðisflokksins er komið út fyrir allan þann ramma sem maður þekkir. Það sama má segja um Framsóknarflokkinn, þetta er komið út fyrir allt sem maður þekkir úr sögunni,“ segir Stefanía. Hún segir að þótt staða þessara tveggja flokka sé áhugaverð megi ekki líta fram hjá stöðu stjórnarflokkanna. Samfylkingin mælist nú með 9,5 prósenta fylgi og Vinstri græn með 5,6 prósent. Flokkarnir voru með samanlagt 51,5 prósenta fylgi í síðustu kosningum, og hafa samanlagt tapað ríflega tveimur þriðju hlutum stuðningsins. „Hvernig sem á það er litið er þetta hrikalegt fylgistap hjá stjórnarflokkunum,“ segir Stefanía. Hún segir að á þessum tímapunkti sé fátt annað að gera fyrir þá flokka sem hafa tapað miklu fylgi en að halda sínu striki. Tíminn fyrir auglýsingamennsku með flottum myndum af frambjóðendum sé liðinn, kjósendur virðist komnir með óþol gagnvart slíkum vinnubrögðum. Stefanía segir Framsóknarflokkinn höfða til þeirra sem vilji viðbrögð við skuldsetningu heimilanna. Þá hafi Sigmundur verið bæði gagnrýninn og talsvert harðskeyttur gagnvart stjórnarflokkunum á kjörtímabilinu og það skili sér núna. Þá megi líta til þess að flokkurinn hafi gengið í gegnum mikla endurnýjun, og sé síðasti þingmaðurinn sem sat í ríkisstjórn fyrir hrun að hætta á þingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki náð eyrum kjósenda og líður fyrir það að hrunið varð á vakt flokksins, segir Stefanía. Sjálfstæðisflokknum hafi ekki auðnast að gera upp við hrunið og endurnýja fólk á sínum framboðslistum. Samfylkingunni hefur mistekist að ná í gegn með sinn málstað, segir Stefanía. Hún segir að Samfylkingin hafi virst ætla að nota sér það að nú sé að koma eitthvað svigrúm í ríkisfjármálin, en þeim takist ekki að ná neinu flugi.
Kosningar 2013 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira