Framboðin fjórtán þurfa yfir 20.000 meðmælendur 9. apríl 2013 12:00 Alls þurfa um 23 þúsund kjósendur, tæpur tíundi hver einstaklingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái markmiðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjördæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjördæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Frestur til að skila inn listum rennur út á hádegi á föstudag. Fullbúnir listar munu liggja fyrir eftir afgreiðslu landskjörstjórnar, í síðasta lagi á miðvikudaginn í næstu viku. Hver kjósandi má aðeins mæla með einu framboði, en sé sami meðmælandi hjá fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki dregið stuðningsyfirlýsingu sína til baka eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn. Framboðin munu væntanlega safna nokkuð fleiri undirskriftum en þau í raun þurfa til að hafa borð fyrir báru varðandi ógilda meðmælendur. Hver framboðslisti skal skipaður tvöfalt fleiri frambjóðendum en sem nemur þingmönnum kjördæmisins, þannig að fyrir framboð á landsvísu þarf 126 frambjóðendur. Nái framboðin öll markmiðum sínum verða alls 1.496 einstaklingar í framboði, sem nemur um hálfu prósenti kjörgengra Íslendinga. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir í samtali við Fréttablaðið að allt stefni í mikið annríki, í ljósi fjölda framboða. „Þetta er mjög skammur tími og það eru allir á nálum yfir því að þetta sé gerlegt," segir hann. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Alls þurfa um 23 þúsund kjósendur, tæpur tíundi hver einstaklingur á kjörskrá, að skrá sig sem meðmælanda framboðslista til þess að öll framboð til komandi þingkosninga nái markmiðum sínum. Ellefu þeirra stefna að framboði í öllum sex kjördæmum, tvö í báðum Reykjavíkurkjördæmum og eitt framboð í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Frestur til að skila inn listum rennur út á hádegi á föstudag. Fullbúnir listar munu liggja fyrir eftir afgreiðslu landskjörstjórnar, í síðasta lagi á miðvikudaginn í næstu viku. Hver kjósandi má aðeins mæla með einu framboði, en sé sami meðmælandi hjá fleiri en einu framboði verður hann ekki talinn meðmælandi neins þeirra. Kjósandi getur ekki dregið stuðningsyfirlýsingu sína til baka eftir að framboð hefur verið afhent yfirkjörstjórn. Framboðin munu væntanlega safna nokkuð fleiri undirskriftum en þau í raun þurfa til að hafa borð fyrir báru varðandi ógilda meðmælendur. Hver framboðslisti skal skipaður tvöfalt fleiri frambjóðendum en sem nemur þingmönnum kjördæmisins, þannig að fyrir framboð á landsvísu þarf 126 frambjóðendur. Nái framboðin öll markmiðum sínum verða alls 1.496 einstaklingar í framboði, sem nemur um hálfu prósenti kjörgengra Íslendinga. Þórhallur Vilhjálmsson, ritari landskjörstjórnar, segir í samtali við Fréttablaðið að allt stefni í mikið annríki, í ljósi fjölda framboða. „Þetta er mjög skammur tími og það eru allir á nálum yfir því að þetta sé gerlegt," segir hann.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira