Íslenskur læknir í Boston aldrei upplifað annað eins Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 18. apríl 2013 07:00 Ólöf Viktorsdóttir „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. Ólöf segir daginn vera almennan frídag í Boston og að flestir spítalar hafi aðeins verið mannaðir eins og það væri helgi. „Það er hins vegar ekki gefið frí á þessum degi á Mass General þannig að það var sem betur fer nóg starfsfólk til að taka á móti sjúklingum.“ Hún var í vinnunni þegar fréttirnar af sprengingunum bárust. „Allt var mjög óljóst til að byrja með, hversu margir voru særðir og hversu alvarlega. Öllum aðgerðum sem voru skipulagðar þennan eftirmiðdag var frestað og allar lausar skurðstofur snarlega settar í stand til að taka á móti særðum sjúklingum frá maraþoninu. Allt gerðist mjög hratt og innan við hálftíma eftir atburðinn voru komnir sjö sjúklingar til okkar inn á skurðstofurnar.“ Eins og fram hefur komið eru þrír látnir eftir sprengjuárásina, og nú er talið að 176 hafi særst. Hluti þessa fólks kom á Mass General. „Alls kom 31 sjúklingur á spítalann, með misslæm meiðsli. Allt frá skrámum að alvarlegum brunasárum og sérstaklega virtust vera mikil meiðsli á neðri útlimum. Margir misstu fótlegg,“ segir hún. Ólöf segir stemninguna í borginni nú vera undarlega en yfirvegaða á sama tíma. „Allir eru mjög slegnir og það er ekki um annað talað. Samt sem áður heldur fólk ró sinni og lífið heldur að mestu áfram eins og vanalega.“ Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Aðrir læknar á spítalanum lýstu svipuðum aðstæðum þann 11. september, en þá var allur spítalinn í viðbragsstöðu og eins þegar næturklúbbur brann í nærliggjandi ríki fyrir nokkrum árum,“ segir Ólöf Viktorsdóttir, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Massachusetts General-spítalanum í Boston. Ólöf var á vakt á spítalanum þegar sprengjuárásin í maraþoninu varð á mánudag. Ólöf segir daginn vera almennan frídag í Boston og að flestir spítalar hafi aðeins verið mannaðir eins og það væri helgi. „Það er hins vegar ekki gefið frí á þessum degi á Mass General þannig að það var sem betur fer nóg starfsfólk til að taka á móti sjúklingum.“ Hún var í vinnunni þegar fréttirnar af sprengingunum bárust. „Allt var mjög óljóst til að byrja með, hversu margir voru særðir og hversu alvarlega. Öllum aðgerðum sem voru skipulagðar þennan eftirmiðdag var frestað og allar lausar skurðstofur snarlega settar í stand til að taka á móti særðum sjúklingum frá maraþoninu. Allt gerðist mjög hratt og innan við hálftíma eftir atburðinn voru komnir sjö sjúklingar til okkar inn á skurðstofurnar.“ Eins og fram hefur komið eru þrír látnir eftir sprengjuárásina, og nú er talið að 176 hafi særst. Hluti þessa fólks kom á Mass General. „Alls kom 31 sjúklingur á spítalann, með misslæm meiðsli. Allt frá skrámum að alvarlegum brunasárum og sérstaklega virtust vera mikil meiðsli á neðri útlimum. Margir misstu fótlegg,“ segir hún. Ólöf segir stemninguna í borginni nú vera undarlega en yfirvegaða á sama tíma. „Allir eru mjög slegnir og það er ekki um annað talað. Samt sem áður heldur fólk ró sinni og lífið heldur að mestu áfram eins og vanalega.“
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira