Innlent

Vilja setja upp rennibraut í Kömbunum

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar
Teymum sem sóttu um þátttöku í Startup Reykjavik fjölgaði um 15,6% milli ára.
Teymum sem sóttu um þátttöku í Startup Reykjavik fjölgaði um 15,6% milli ára.

Alls sóttu 207 teymi um þátttökurétt í Startup Reykjavík sem haldið verður í annað sinn í sumar. Í fyrra sóttu 179 teymi um. Það eru Arion banki og Klak-Innovit sem standa að Startup Reykjavik. Hafa aðilarnir valið tíu teymi af þeim sem sóttu um til þátttöku.

Hvert þessara tíu teyma fá tvær milljónir króna í hlutafé frá Arion banka gegn 6 prósent hlut í viðkomandi félagi. Þá verður þeim útveguð vinnuaðstaða og ráðgjöf frá sérfræðingum.

Meðal félaga sem taka munu þátt eru Þoran Distillery, sem hyggst framleiða fyrsta íslenska viskíið, og Silverberg, sem hannar, þróar og selur mælingarbúnað fyrir líkamsræktarstöðvar og hugbúnað sem gerir notendum kleift að fylgjast með líkamsræktarárangri sínum. Þá er félagið Zalibuna meðal þátttakenda, sem hefur áhuga á því að hanna og setja upp sleðarennibraut niður Kambana og byggja upp ferðaþjónustu í tengslum við rennibrautina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×