Innlent

Eins manns sleðarennibraut niður Kambana

Nanna Jakobsdóttir skrifar
Hugmyndin að sleðarennibrautinni er meðal annars sótt til Austurríkis.
Hugmyndin að sleðarennibrautinni er meðal annars sótt til Austurríkis.
Fyrirhugað er að koma upp eins manns sleðarennibraut í Kömbunum á Hellisheiði og byggja upp ferðaþjónustu í kringum skemmtitækið.

Það er hópur sem kallar sig Zalibuna sem stendur að verkefninu. Zalibuna er eitt tíu teyma sem taka þátt í frumkvöðlaverkefninu Startup Reykjavík 2013 sem hófst í vikunni sem leið.

Fyrirmyndin að sleðarennibrautinni er sótt til Evrópu. „Planið er að setja upp eins konar rússíbana. Það er búið að setja upp 35 brautir í ellefu löndum. Þetta er mikið í Austurríki á skíðabrautum og þá notað á sumrin,“ segir Sindri Rafn Sindrason, hjá Zalibunu.

Sindri segir hugmyndina hafa kviknað í verkfræðiáfanga við Háskóla Íslands. Ásamt honum vinna samnemendur hans að verkefninu, Davíð Örn Símonarson, Skúli Sigurðsson og Dóra Björk Þrándardóttir.

„Í Austurríki fer fólk upp í kláfum eða skíðalyftum en við verðum með transit-bíla þegar fólkið kemur niður sem ferjar það upp aftur.“

En hvenær verður fyrsta ferðin farin? „Bjartsýnismarkmið er næsta vor, og það gerist einungis ef allt gengur upp hvað varðar leyfisveitingu og fjármagn. Raunhæft markmið er hins vegar að fyrsta ferðin verði farin vorið 2015.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×