Íslenski boltinn

Átján erlendir leikmenn komu í glugganum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elfar Freyr gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik.
Elfar Freyr gekk í gær til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik. Fréttablaðið/arnþór
Félagaskiptagluggi KSÍ lokaði á miðnætti í gær en fjölmargir erlendir leikmenn gengu til liðs við íslensk félög í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Alls gengu fimm leikmenn til liðs við Skagamenn í félagaskiptaglugganum en liðið hefur gengið frá samningum við fjóra erlenda leikmenn á undanförnum sólarhringum.

Valsmenn hnepptu fjóra leikmenn og þar af þrjá af erlendum uppruna.

Hafnfirðingurinn Davíð Þór Viðarsson gekk í raðir uppeldisfélag síns FH en hann hefur fimm sinnum orðið Íslandsmeistari með FH á sínum ferli og var fyrirliðið liðsins áður en hann hélt út í atvinnumennsku.

Elfar Freyr Helgason samdi einnig við uppeldisfélag sitt Breiðablik í gær en hann var í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks árið 2010.

Bæði lið fengu því frábæra leikmenn í sínar raðir. Eyjamenn fengu framherjann Aziz Kemba frá Úganda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×