Argentínufanganum komið í skaplegra fangelsi Stígur Helgason skrifar 15. október 2013 07:00 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingur er handtekinn fyrir fíkniefnasmygl á Ezeiza-flugvellinum í Buenos Aires. Nordicphotos/AFP Íslenska utanríkisþjónustan kom því til leiðar um helgina að ungi, íslenski maðurinn sem gripinn var við kókaínsmygl til Buenos Aires í Argentínu á fimmtudag var fluttur í skaplegra fangelsi, fyrst og fremst ætlað útlendingum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á fimmtudaginn með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þá á leiðinni úr landi, til Alicante á Spáni. Maðurinn var færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Í samráði við sendiráð Íslands í Washington gekk Daniel Koltonski, ræðismaður Íslands í Argentínu, í það að útvega manninum lögfræðing og fá hann fluttan í annað fangelsi, sem gekk eftir. Þar munu aðstæður vera allt aðrar og betri. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn verið í sambandi við fjölskyldu sína og auk þess hefur verið tryggt að aðstandendur muni geta komið til hans fjármunum þegar og ef það reynist nauðsynlegt fyrir lögmannskostnaði og öðru. Almennt eru fjármagnsflutningar til og frá Argentínu vandkvæðum bundnir vegna gjaldeyrishafta. Maðurinn mun hafa farið frá Íslandi í ágúst síðastliðnum og síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Eftir það spurðist lítið til hans, þangað til hann var handtekinn fyrir helgi. Alls er óvíst hversu langan tíma meðferð málsins ytra mun taka en það gætu þó orðið margir mánuðir. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa íslensk lögregluyfirvöld enn ekki fengið málið inn á borð til sín, þótt búist sé við að svo verði.. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Íslenska utanríkisþjónustan kom því til leiðar um helgina að ungi, íslenski maðurinn sem gripinn var við kókaínsmygl til Buenos Aires í Argentínu á fimmtudag var fluttur í skaplegra fangelsi, fyrst og fremst ætlað útlendingum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1991, var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Buenos Aires á fimmtudaginn með fjögur og hálft kíló af kókaíni í fórum sínum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var hann þá á leiðinni úr landi, til Alicante á Spáni. Maðurinn var færður í varðhald í almennt fangelsi, þar sem hann deildi litlum klefa með fjölda manns. Í samráði við sendiráð Íslands í Washington gekk Daniel Koltonski, ræðismaður Íslands í Argentínu, í það að útvega manninum lögfræðing og fá hann fluttan í annað fangelsi, sem gekk eftir. Þar munu aðstæður vera allt aðrar og betri. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn verið í sambandi við fjölskyldu sína og auk þess hefur verið tryggt að aðstandendur muni geta komið til hans fjármunum þegar og ef það reynist nauðsynlegt fyrir lögmannskostnaði og öðru. Almennt eru fjármagnsflutningar til og frá Argentínu vandkvæðum bundnir vegna gjaldeyrishafta. Maðurinn mun hafa farið frá Íslandi í ágúst síðastliðnum og síðan tilkynnt fjölskyldu sinni að hann væri kominn með vinnu í Danmörku. Eftir það spurðist lítið til hans, þangað til hann var handtekinn fyrir helgi. Alls er óvíst hversu langan tíma meðferð málsins ytra mun taka en það gætu þó orðið margir mánuðir. Að sögn Karls Steinars Valssonar, yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hafa íslensk lögregluyfirvöld enn ekki fengið málið inn á borð til sín, þótt búist sé við að svo verði..
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira