Nóa Síríus-kúgunin sögð aumkunarverð Stígur Helgason skrifar 26. október 2013 07:00 Mennirnir tveir földu sig á bak við dagblöð í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið/GVA Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust. Mál Sigga hakkara Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari krafðist í gær tíu til tólf mánaða fangelsisdóma yfir tveimur ungum mönnum sem ákærðir eru fyrir að reyna að kúga tíu milljónir króna út úr sælgætisframleiðandanum Nóa Síríusi í ársbyrjun í fyrra. Taldi hann rétt að skilorðsbinda refsinguna að hluta eða öllu leyti. „Líf mitt var í rosalega miklu rugli,“ sagði sá sem talinn er hafa haft veg og vanda af framkvæmdinni við aðalmeðferð þess í gær. Hann hefur raunar játað sök. Sá fullyrti að Sigurður Ingi Þórðarson, sem þekktur er fyrir samvinnu sína við bandarísku Alríkislögregluna í tengslum við Wikileaks-málið, hafi skipulagt kúgunina frá a til ö. Hún fór þannig fram að bréf var sett inn um lúguna á heimili Finns Geirssonar, forstjóra Nóa Síríusar, þar sem hann var krafinn um tíu milljónir króna, ellegar yrði eitruðum súkkulaðistykkjum komið í umferð sem mundi leiða til fjártjóns fyrir fyrirtækið. Með fylgdu tvö Pipp-súkkulaði sem bremsuvökva hafði verið sprautað í. „Sækjandi hefur nú ekki prófað að drekka þetta,“ sagði Helgi Magnús fyrir dómi í gær, en sagðist engu að síður geta ímyndað sér að það væri hvorki hollt né gott. Mennirnir voru svo handteknir á bílastæðinu við Hús verslunarinnar eftir að þeir sóttu pakka sem þeir töldu að innihéldi greiðsluna. „Gæinn bara plataði mig upp úr skónum – ég er bara fórnarlamb hérna,“ sagði annar ungu mannanna um þátt Sigurðar Inga, sem ekki er ákærður í málinu enda voru engar sannanir fyrir aðild hans. Hinn maðurinn neitar sök. Hann viðurkennir að hafa farið með bréfið á heimili Finns og sótt pakkann á bílastæðið en segist hafa talið að um einhvers lags fíkniefnaviðskipti væri að ræða. Helgi Magnús sagði í málflutningi sínum að fjárkúgunartilraunin hefði nú ekki verið neitt „meistarastykki“, en „burtséð frá hálfaumkunarverðum tilburðum ákærðu“ hefði tilraunin samt verið þess eðlis að Finnur Geirsson hafi haft fulla ástæðu til að taka hana alvarlega. Þessu voru verjendurnir Bjarni Hauksson og Jón Egilsson ósammála. Bjarni lýsti tilrauninni sem kjánalegri og að dómgreind og skynsemi hafi hvergi komið við sögu. „Þetta brot er óframkvæmanlegt og fjarstæðukennt og það á enginn að trúa því,“ sagði Jón. „Þetta er eins og þegar krakkar hringja í 112,“ bætti hann við. Báðir mennirnir hafa tekið sig á og um skjólstæðing sinn sagði Bjarni að það yrði „sorglegt að rífa ákærða út úr þeim farvegi með innilokun í fangelsi“. Því væri skilorðsbundin refsing eðlilegust.
Mál Sigga hakkara Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Sjá meira