Erlent

Borgarstjóri ætlar ekki að segja af sér vegna krakkreykinga

Rob Ford segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins.
Rob Ford segist ekki ætla að segja af sér vegna málsins. Mynd/AP
Rob Ford, borgarstjóri í Toronto, hefur viðurkennt að hafa reykt krakk. Sjónvarpsstöðin CBS greindi upphaflega frá málinu en borgarstjórinn segir atvikið hafa átt sér stað fyrir um það bil einu ári, og segir það hafa verið gert í ölæði.

Ásakanir um krakkreykingar borgarstjórans birtust fyrst í fjölmiðum í maí síðastliðnum, og var fullyrt að atvikið hefði náðst á myndband.

Ford neitaði lengi vel að myndbandið væri til, en neyddist til að viðurkenna það eftir að lögreglan hafði komist yfir eintak af myndbandinu.

Hann ætlar ekki að segja af sér vegna málsins og mun hann sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Hann segist elska starf sitt og ætlar að láta kjósendur skera úr um það hvort hann sé hæfur til að gegna embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×