„Við ætlum að kæra lögregluna fyrir að setja friðsama mótmælendur í fangelsi,“ segir Gunnsteinn Ólafsson hraunavinur.
Það var 21. og 22. október sem Hraunavinir efndu til mótmæla í Gálgahrauni. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir lagningu Álftanesvegar. Lögreglan var með mikinn viðbúnað á staðnum og handtók fjölda mótmælenda.
Hraunavinir segja að það hafi verið siðlaust að handtaka fólk og sekta fyrir að standa vörð um náttúruverndarlög. Þeir telji að allir sem stóðu að þessum „gjörningi“ ættu að biðja hina handteknu og aðra friðsama mótmælendur afsökunar. Þá vilja hraunavinir að innanríkisráðherra láti fara fram rannsókn á aðgerðum lögreglu.
„Þessar handtökur eru að mörgu leyti fordæmalausar, það þarf að skoða vel réttarstöðu þeirra sem voru handteknir,“ segir Ragnheiður Elva Þorsteinsdóttir, lögmaður Hraunavina, og bætir við að það komi í ljós á næstunni hversu margar kærur verði lagðar fram.
Hraunavinir segjast munu kæra lögreglu
Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar

Mest lesið



Engin röð á Læknavaktinni
Innlent




Ógeðslega stoltur af kennurum
Innlent


Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Vilja hvalkjöt af matseðlinum
Innlent