Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við Potsdam Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2013 07:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku. „Það eru góðar líkur á því ég semji við liðið en það getur auðvitað dregist aðeins á langinn þar sem ég er stödd í Dóminíska lýðveldinu og Potsdam ræðir við umboðsmanninn minn. Ég vonast til að komast að samkomulagi sem fyrst,“ segir Guðbjörg. „Það gekk mjög vel í Þýskalandi. Ég er búin að fá eitt samningstilboð og gerði þeim gagntilboð. Ég vonast til að ná samkomulagi á mánudag (í dag),“ segir Guðbjörg. „Ég talaði örlítið við Margréti, aðallega um þjálfarann, æfingarnar og lífið utan fótboltans,“ sagði Guðbjörg en Margrét Lára Viðarsdóttir lék með 1. FFC Turbine Potsdam og varð þýskur meistari með félaginu árið 2012. Guðbjörg var fyrirliði norska liðsins Avaldsnes í ár. „Að mínu mati er erfitt að finna öllu betra lið en Potsdam í dag. Þeim finnst þeir sjálfir búa við bestu aðstæður í Evrópu og ég hef aldrei séð jafn mikil gæði á æfingu. Eftir að ég sleit hásin 2008 hef ég stefnt markvisst að því að verða einn af bestu markvörðum Evrópu og ég tel að samningur við Potsdam sé klárt skref í rétta átt,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við liðið. Þetta er mögulega mitt besta tímabil hingað til. Ég er líka búin að ræða það að fá númer 13,“ sagði Guðbjörg í léttum tón. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir mun mögulega ganga frá samningi við þýska stórliðið 1. FFC Turbine Potsdam í dag en hún er í samningaviðræðum við liðið eftir að hafa æft í Þýskalandi í síðustu viku. „Það eru góðar líkur á því ég semji við liðið en það getur auðvitað dregist aðeins á langinn þar sem ég er stödd í Dóminíska lýðveldinu og Potsdam ræðir við umboðsmanninn minn. Ég vonast til að komast að samkomulagi sem fyrst,“ segir Guðbjörg. „Það gekk mjög vel í Þýskalandi. Ég er búin að fá eitt samningstilboð og gerði þeim gagntilboð. Ég vonast til að ná samkomulagi á mánudag (í dag),“ segir Guðbjörg. „Ég talaði örlítið við Margréti, aðallega um þjálfarann, æfingarnar og lífið utan fótboltans,“ sagði Guðbjörg en Margrét Lára Viðarsdóttir lék með 1. FFC Turbine Potsdam og varð þýskur meistari með félaginu árið 2012. Guðbjörg var fyrirliði norska liðsins Avaldsnes í ár. „Að mínu mati er erfitt að finna öllu betra lið en Potsdam í dag. Þeim finnst þeir sjálfir búa við bestu aðstæður í Evrópu og ég hef aldrei séð jafn mikil gæði á æfingu. Eftir að ég sleit hásin 2008 hef ég stefnt markvisst að því að verða einn af bestu markvörðum Evrópu og ég tel að samningur við Potsdam sé klárt skref í rétta átt,“ segir Guðbjörg og bætir við: „Það væri frábær endir á árinu 2013 að semja við liðið. Þetta er mögulega mitt besta tímabil hingað til. Ég er líka búin að ræða það að fá númer 13,“ sagði Guðbjörg í léttum tón.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira