Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætti til Óslóar um kvöldmatarleytið í gær. Liðið gistir á hóteli í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Ullevaal-leikvanginum í norðurhluta borgarinnar.
Íslenska liðið æfir á Ullevaal klukkan 9:30 að íslenskum tíma og gefst fjölmiðlamönnum tækifæri á að fylgjast með æfingunni. Hún er öllum opin og greinilegt að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru ekki í neinum feluleik.
Strákarnir munu gefa sig á spjall við blaðamenn í aðdraganda æfingarinnar. Að henni lokinni munu þjálfararnir sitja fyrir svörum á blaðamannafundi.
