Sex prósent para hér á landi af ólíkum uppruna Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 07:00 Árdís Kristín Ingvarsdóttir hefur rannsakað sambönd fólks af ólíkum uppruna. Af 65.432 pörum á Íslandi í hjónabandi eða skráðri sambúð um síðustu áramót voru 3.979 með mismunandi bakgrunn, eða 6,1 prósent. Þann 1. janúar árið 2000 var hlutfall para þar sem annar aðilinn var með engan erlendan bakgrunn en hinn af fyrstu kynslóð innflytjenda 4,4 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. „Að mínu mati er þetta ekki gríðarleg aukning. Þetta virðist frekar rökrétt miðað við fólksflæðið í heiminum í dag, bæði vegna fjölda útlendinga hér og hversu mikið við förum utan,“ segir Árdís Kristín Ingvarsdóttir, sem er að ljúka meistaraverkefni í mannfræði um erlenda feður sem hafa átt barn með íslenskum maka og hvernig þeir takast á við föðurhlutverkið. Flestar erlendu konurnar sem voru í hjónabandi eða skráðri sambúð með Íslendingum um síðustu áramót eru frá Taílandi, Filippseyjum, Þýskalandi, Póllandi og Danmörku. Um síðustu aldamót voru flestar konurnar frá Danmörku, Taílandi, Þýskalandi, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Um síðustu aldamót voru flestir karlar í hjónabandi eða skráðri sambúð með íslenskum konum frá Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Noregi. Um síðustu áramót voru flestir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Árdís getur þess að hér séu aðeins örfáar konur í hjónabandi eða skráðri sambúð með karli frá Austur-Asíu. „En konur eru farnar að fara í nám til Japans og Kína þannig að þetta á kannski eftir að aukast. Enn sem komið er eru erlendir karlar íslenskra kvenna flestir frá Vestur-Evrópu. Þessi pör verða ekki fyrir fordómum en það er mikið horft á konur sem eiga þeldökkan mann.“Hún bendir á að fjöldi íslenskra kvenna hafi flutt af landi brott á hernámsárunum vegna neikvæðrar umfjöllunar um samband þeirra við hermenn. „Hingað kom stór bylgja af ókvæntum körlum sem áttu ákveðið fjármagn sem íslenskir karlar áttu ekki, bæði menningarlegt og efnahagslegt.“ Þrátt fyrir straum Pólverja hingað til lands á undanförnum árum eru þeir ekki ofarlega á lista yfir þá erlendu karlmenn sem íslenskar konur hafa bundist. „Hér voru þeir í byrjun settir skör lægra. Við mátum ekki menntun þeirra. Umfjöllunin um þá var neikvæð og íslenskar konur litu síður við þeim en öðrum erlendum körlum. Margir Pólverjanna voru auk þess kvæntir. Upphaflega fannst þeim líka íslenskar konur of sjálfstæðar. Viðhorfin hjá báðum eru hins vegar farin að breytast. Reyndar gengur sú sögusögn meðal erlendra karla sem koma hingað að menn skuli ekki búast við því að samband við íslenskar stelpur endist. Þær vilji skilja eftir tveggja til þriggja ára hjónaband. Þetta eru karlar sem koma úr menningu þar sem skilnaðir eru fátíðir. Hér er skilnaðartíðnin nokkuð algeng.“ Að sögn Árdísar er algengt að erlendir karlar séu miklu verr staddir félagslega og efnahagslega þegar þeir skilja en íslenskar konur þeirra. „Við dómsúrskurð er miðað við hversu góð félagslega aðstaðan er á bak við þann sem er úthlutað forræði. Miðað við karlana í minni rannsókn virðist sem stór hluti sjálfsmyndar þeirra sé að vera góðir feður og nálægt börnunum sínum. Þeir eru þess vegna áfram hér jafnvel þótt þeim bjóðist vinna erlendis.“ Árdís greinir frá því að oft sé litið á íslenska karlmenn sem eiga konu frá Austur-Asíu eins og þeir hafi ekki verið nógu verðugir karlmenn. „Það er litið á þá eins og þeir hafi keypt sér konu. Þeir séu ekki félagslega hæfir og þetta hafi verið eina úrræðið.Arnór Stefán Bohic og Paola Cardenas.Kvíði og mikið álag í nýju landi Paola Cardenas, sálfræðingur og fjölskylduráðgjafi, kom fyrst til Íslands 1996. Faðir hennar er frá Kólumbíu og móðir hennar frá Síle. Hún ólst upp í Venesúela en kynntist fyrri eiginmanni sínum, sem er íslenskur, þegar hún var skiptinemi í Bandaríkjunum. „Ég kynntist íslenskum strák. Við giftumst og vorum saman í tíu ár en það gekk ekki upp. Mér fannst flókið að aðlagast og við komumst að því að við áttum ekki mjög margt sameiginlegt. Ég veit þess vegna hvernig sambúð fólks af ólíkum uppruna getur verið,“ segir Paola, sem verður leiðbeinandi á paranámskeiði sem Samtök kvenna af erlendum uppruna bjóða upp á nú í nóvember. Hún tekur það fram að fjölskylda fyrrverandi eiginmanns hennar hafi verið afskaplega góð og opin. „Ég fann aldrei fyrir neikvæðum viðhorfum hjá henni. En ég veit um útlendinga sem upplifa allt annað. Í sumum tilfellum sæta þeir gagnrýni tengdaforeldra sem segja til dæmis að þeir eigi ekki að tala móðurmálið sitt við börnin sín.“ Flutningur til nýs lands veldur oft kvíða og álagið getur verið mikið, að sögn Paolu. „Þetta getur beinlínis verið áfall. Maður er alltaf að bera saman menningu föðurlandsins og nýja landsins. Það tekur tíma að átta sig á því hvað er líkt og hvað ólíkt, t.d. hvaða áhrif mismunandi menning hefur á uppeldisaðferðir. Útlendingar spyrja sig að því hvaða venjur frá eigin menningu þeir eigi að taka upp úr ferðatöskunni og hvaða venjur eigi að geyma í henni.“ Paola kynntist seinni eiginmanni sínum, Arnóri Stefáni Bohic, á Íslandi. „Hann er íslenskur í aðra ættina en franskur í hina. Það er kannski þess vegna sem hann skilur mig vel. Hann á einnig rætur í annarri menningu.“ Á paranámskeiðinu ætlar Paola að ræða um ferlið sem fara þarf í gegnum þegar flutt er til nýs lands. „Fræðslan byggist á því sem mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á þegar farið er í svona samband.“ Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira
Af 65.432 pörum á Íslandi í hjónabandi eða skráðri sambúð um síðustu áramót voru 3.979 með mismunandi bakgrunn, eða 6,1 prósent. Þann 1. janúar árið 2000 var hlutfall para þar sem annar aðilinn var með engan erlendan bakgrunn en hinn af fyrstu kynslóð innflytjenda 4,4 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni. „Að mínu mati er þetta ekki gríðarleg aukning. Þetta virðist frekar rökrétt miðað við fólksflæðið í heiminum í dag, bæði vegna fjölda útlendinga hér og hversu mikið við förum utan,“ segir Árdís Kristín Ingvarsdóttir, sem er að ljúka meistaraverkefni í mannfræði um erlenda feður sem hafa átt barn með íslenskum maka og hvernig þeir takast á við föðurhlutverkið. Flestar erlendu konurnar sem voru í hjónabandi eða skráðri sambúð með Íslendingum um síðustu áramót eru frá Taílandi, Filippseyjum, Þýskalandi, Póllandi og Danmörku. Um síðustu aldamót voru flestar konurnar frá Danmörku, Taílandi, Þýskalandi, Filippseyjum og Bandaríkjunum. Um síðustu aldamót voru flestir karlar í hjónabandi eða skráðri sambúð með íslenskum konum frá Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Noregi. Um síðustu áramót voru flestir frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Danmörku, Þýskalandi og Frakklandi. Árdís getur þess að hér séu aðeins örfáar konur í hjónabandi eða skráðri sambúð með karli frá Austur-Asíu. „En konur eru farnar að fara í nám til Japans og Kína þannig að þetta á kannski eftir að aukast. Enn sem komið er eru erlendir karlar íslenskra kvenna flestir frá Vestur-Evrópu. Þessi pör verða ekki fyrir fordómum en það er mikið horft á konur sem eiga þeldökkan mann.“Hún bendir á að fjöldi íslenskra kvenna hafi flutt af landi brott á hernámsárunum vegna neikvæðrar umfjöllunar um samband þeirra við hermenn. „Hingað kom stór bylgja af ókvæntum körlum sem áttu ákveðið fjármagn sem íslenskir karlar áttu ekki, bæði menningarlegt og efnahagslegt.“ Þrátt fyrir straum Pólverja hingað til lands á undanförnum árum eru þeir ekki ofarlega á lista yfir þá erlendu karlmenn sem íslenskar konur hafa bundist. „Hér voru þeir í byrjun settir skör lægra. Við mátum ekki menntun þeirra. Umfjöllunin um þá var neikvæð og íslenskar konur litu síður við þeim en öðrum erlendum körlum. Margir Pólverjanna voru auk þess kvæntir. Upphaflega fannst þeim líka íslenskar konur of sjálfstæðar. Viðhorfin hjá báðum eru hins vegar farin að breytast. Reyndar gengur sú sögusögn meðal erlendra karla sem koma hingað að menn skuli ekki búast við því að samband við íslenskar stelpur endist. Þær vilji skilja eftir tveggja til þriggja ára hjónaband. Þetta eru karlar sem koma úr menningu þar sem skilnaðir eru fátíðir. Hér er skilnaðartíðnin nokkuð algeng.“ Að sögn Árdísar er algengt að erlendir karlar séu miklu verr staddir félagslega og efnahagslega þegar þeir skilja en íslenskar konur þeirra. „Við dómsúrskurð er miðað við hversu góð félagslega aðstaðan er á bak við þann sem er úthlutað forræði. Miðað við karlana í minni rannsókn virðist sem stór hluti sjálfsmyndar þeirra sé að vera góðir feður og nálægt börnunum sínum. Þeir eru þess vegna áfram hér jafnvel þótt þeim bjóðist vinna erlendis.“ Árdís greinir frá því að oft sé litið á íslenska karlmenn sem eiga konu frá Austur-Asíu eins og þeir hafi ekki verið nógu verðugir karlmenn. „Það er litið á þá eins og þeir hafi keypt sér konu. Þeir séu ekki félagslega hæfir og þetta hafi verið eina úrræðið.Arnór Stefán Bohic og Paola Cardenas.Kvíði og mikið álag í nýju landi Paola Cardenas, sálfræðingur og fjölskylduráðgjafi, kom fyrst til Íslands 1996. Faðir hennar er frá Kólumbíu og móðir hennar frá Síle. Hún ólst upp í Venesúela en kynntist fyrri eiginmanni sínum, sem er íslenskur, þegar hún var skiptinemi í Bandaríkjunum. „Ég kynntist íslenskum strák. Við giftumst og vorum saman í tíu ár en það gekk ekki upp. Mér fannst flókið að aðlagast og við komumst að því að við áttum ekki mjög margt sameiginlegt. Ég veit þess vegna hvernig sambúð fólks af ólíkum uppruna getur verið,“ segir Paola, sem verður leiðbeinandi á paranámskeiði sem Samtök kvenna af erlendum uppruna bjóða upp á nú í nóvember. Hún tekur það fram að fjölskylda fyrrverandi eiginmanns hennar hafi verið afskaplega góð og opin. „Ég fann aldrei fyrir neikvæðum viðhorfum hjá henni. En ég veit um útlendinga sem upplifa allt annað. Í sumum tilfellum sæta þeir gagnrýni tengdaforeldra sem segja til dæmis að þeir eigi ekki að tala móðurmálið sitt við börnin sín.“ Flutningur til nýs lands veldur oft kvíða og álagið getur verið mikið, að sögn Paolu. „Þetta getur beinlínis verið áfall. Maður er alltaf að bera saman menningu föðurlandsins og nýja landsins. Það tekur tíma að átta sig á því hvað er líkt og hvað ólíkt, t.d. hvaða áhrif mismunandi menning hefur á uppeldisaðferðir. Útlendingar spyrja sig að því hvaða venjur frá eigin menningu þeir eigi að taka upp úr ferðatöskunni og hvaða venjur eigi að geyma í henni.“ Paola kynntist seinni eiginmanni sínum, Arnóri Stefáni Bohic, á Íslandi. „Hann er íslenskur í aðra ættina en franskur í hina. Það er kannski þess vegna sem hann skilur mig vel. Hann á einnig rætur í annarri menningu.“ Á paranámskeiðinu ætlar Paola að ræða um ferlið sem fara þarf í gegnum þegar flutt er til nýs lands. „Fræðslan byggist á því sem mér finnst mikilvægt að fólk átti sig á þegar farið er í svona samband.“
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman við á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Sjá meira