Starfsmenn Tollstjóra funduðu vegna Nuk Haraldur Guðmundsson skrifar 26. september 2013 08:47 Björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni að Nuk á miðvikudag og sex búrum var komið fyrir í nágrenni Reykjavíkurflugvallar. „Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira
„Það er greinilegt að þarna urðu mistök sem við hörmum og við ætlum að endurskoða hvort við hefðum getað gert betur,“ segir Kári Gunnlaugsson, yfirtollvörður eftirlitsdeildar Tollstjóra, um atvikið sem varð á Reykjavíkurflugvelli aðfaranótt þriðjudags þegar danska læðan Nuk strauk úr einkaflugvél eiganda síns. Starfsmenn Tollstjóra funduðu í gær vegna málsins og tóku ákvörðun um að fara í endurskoðun á verklagi við tollaeftirlit þegar dýr finnast í einkaflugvélum. Kári segir að tollafgreiðsla umræddrar einkaflugvélar hafi farið fram með hefðbundnum hætti. „Þegar tollverðir sáu dýrið var óskað eftir því að það yrði geymt í lokuðu búri og að hvorki það né úrgangur úr því færi frá borði. Okkur var því ekki kunnugt um að dýrið fengi að ganga frjálst um vélina.“ Þegar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli hafa farið í gegnum skoðun Tollstjóra er eina eftirlitið með þeim og áhöfn þeirra fólgið í því að Isavia, sem fer með rekstur flugvallarins, gætir þess að óviðkomandi aðilar fari ekki inn á flugvallarsvæðið eða út á flugbrautir. Spurður hvort ekki sé ákveðin brotalöm fólgin í því að farþegar einkaflugvéla geti sleppt dýrum sínum lausum að lokinni tollskoðun segir Kári að svo sé. „Við hins vegar getum ekki vaktað einstaka vélar því við erum ekki með mannskap til þess. En við reynum að hafa gott eftirlit með þessu og erum í góðu samstarfi við Matvælastofnun. Hluti af þessari endurskoðun á verkferlum okkar mun felast í því hvort við getum séð til þess að dýrin séu geymd í lokuðu rými á meðan þau eru hér á landi.“ Að sögn Kára er nokkuð um að dýr komi hingað til lands í fylgd eigenda í einkaflugvélum. Hann nefnir þekkt dæmi frá síðasta ári þegar tónlistarkonan Lady Gaga kom hingað til lands með hundinn sinn og lenti á Reykjavíkurflugvelli. „Það á sérstaklega við þegar aðilar eru að millilenda hér í lengri ferðum á milli landa sem hleypa dýrum óhindrað inn,“ segir Kári. Hann segir að mál danska kattarins sé vissulega slæmt. „Málið byggir fyrst og fremst á mannlegum mistökum eiganda dýrsins sem taldi nauðsynlegt að opna rifu á hurð flugvélarinnar svo kötturinn kafnaði ekki,“ segir Kári.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Fleiri fréttir Kristrún hlaut 98 prósent atkvæða Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Sjá meira