Hann fær jafn mikla samkeppni hjá bandaríska liðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2013 06:00 íslenska landsliðið í knattspyrnu mun ekki geta notfært sér hæfileika Arons Jóhannssonar en leikmaðurinn hefur valið að leika fyrir bandaríska landsliðið. Fréttablaðið/Anton Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, tilkynnti í gær að hann ætli sér að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni en ekki með hinu íslenska. Leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjunum og bjó fyrstu þrjú ár ævi sinnar þar. Aron hefur leikið fyrir U-21 landslið Íslands en aldrei tekið þátt í A-landsliðsverkefni og því er hann gjaldgengur í bandaríska landsliðið. „Þetta eru vissulega mikil vonbrigði,“ segir Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær.Lars Lagerback.Mynd / Vilhelm„Ég ræddi við hann fyrir nokkrum dögum og þá hafði hann ekki tekið endanlega ákvörðun. Undanfarna mánuði hef ég oft talað við Aron um framtíð hans hjá íslenska landsliðinu og ákvörðun hans kom mér nokkuð á óvart. Þetta voru bæði mikil vonbrigði fyrir mig persónulega og einnig fyrir landsliðið í heild sinni.“ Aron sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann meðal annars þakkaði landsliðsþjálfara Íslands fyrir stuðninginn.„Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í landslið Bandaríkjanna í knattspyrnu. Val mitt hefur staðið á milli þess að spila með íslenska landsliðinu eða því bandaríska þar sem ég er með tvöfalt ríkisfang. Ákvörðunin var ekki auðveld eða tekin í flýti enda stóð valið á milli tveggja góðra landsliða,“ skrifaði Aron í yfirlýsingu sinni.Aron JóhannssonMynd / Getty ImagesAð sögn Lars Lagerbäck var ein aðalástæða Arons fyrir valinu sú að hann ætti betri möguleika á því að komast í bandaríska landsliðið en hið íslenska. „Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun en núna liggur þetta fyrir og því verð ég að sjálfsögðu að virða hans ákvörðun.“ Aron hefur lengi vel verið talinn einn efnilegasti knattspyrnumaður okkar Íslendinga en leikmaðurinn er uppalinn hjá Fjölni í Grafarvoginum. „Það er leiðinlegt að missa svona ungan og efnilegan leikmann til annarrar þjóðar, en þetta er staðan í alþjóðasamfélaginu í dag og lítið sem ég get gert í því núna.“ Lars hefur aftur á móti ekki miklar áhyggjur af framherjastöðunni hjá íslenska landsliðinu en hlutirnir geta alltaf breyst fljótlega. „Kolbeinn [Sigþórsson] og Alfreð [Finnbogason] hafa reynst liðinu vel og framtíðin er björt. Aftur á móti geta menn alltaf meiðst eða einhverjir utanaðkomandi þættir haft áhrif og þá er gott að hafa breiðan hóp. Það er því mikill missir í leikmanni eins og Aroni.“ „Ég tel að samkeppnin sé alveg eins hörð í bandaríska landsliðinu og hún er í því íslenska og því þarf Aron að halda vel á spöðunum.“ Bandaríska landsliðið mætir Bosníu í vináttuleik 14. ágúst og það er spurning hvort Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, velji íslenska framherjann í hópinn, hann er í það minnsta löglegur með liðinu. Klinsmann hefur verið í sambandi við Aron undanfarna mánuði og telst líklegt að hann taki þátt í leiknum gegn Bosníu í ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Sjá meira