Meira læknadóp í unglingapartíum María Lilja Þrastardóttir skrifar 21. nóvember 2013 18:42 Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf. Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf.
Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira