Jökulsá flæmist til austurs undan hrauninu Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2014 12:41 Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins. Vísir/Egill Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni og er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. „Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu að það renni í Jökulsá á Fjöllum, áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Flatarmál hraunsins er nú áætlað 19 ferkílómetrar. Engin virkni, hvorki hraun né kvikustrókar er merkjanleg á suðursprungunni og er veikt gasstreymi upp úr kulnuðum gígunum. „Loftgæði í byggðSá styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem mælst hefur á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði getur valdið óþægindum hjá fólki með undirliggjandi öndunarfæravandamál en aðrir ættu ekki að finna fyrir teljandi áhrifum. Unnið er að því að bæta mælanet Umhverfisstofnunar til þess að mæla magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) á fleiri stöðum í byggð. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. Haldist gosvirkni svipuð má áætla að loftgæði verði sambærileg næstu daga.Loftgæði á gossvæðinMikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og því er ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Vísindamenn hafa þurft að rýma svæðið þrisvar síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.“ Í tilkynningu segir að dregið hafi úr skjálftavirkni á svæðinu og um áttatíu skjálftar mælst frá miðnætti. Í Bárðarbungu varð skjálfti að stærð 4,7 klukkan 07:20. Lítill og stöðugur órói hefur mælst síðustu daga. „Kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar. Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu: o Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. o Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. o Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. o Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“ Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, en fundinn í dag sátu jafnframt fulltrúar Sóttvarnarlæknis og Umhverfisstofnunar. Bárðarbunga Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ekkert dregur úr gosinu í Holuhrauni og er gosvirkni svipuð og undanfarna daga. „Hraun rennur til austurs af svipuðum krafti og áður. Það hægir ekki á hrauninu að það renni í Jökulsá á Fjöllum, áin flæmist til austurs undan hrauninu. Ekki er sprengivirkni þar sem hraunið rennur í ána en gufubólstrar stíga til himins,“ segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Flatarmál hraunsins er nú áætlað 19 ferkílómetrar. Engin virkni, hvorki hraun né kvikustrókar er merkjanleg á suðursprungunni og er veikt gasstreymi upp úr kulnuðum gígunum. „Loftgæði í byggðSá styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) sem mælst hefur á vöktunarstöðvum í Reyðarfirði getur valdið óþægindum hjá fólki með undirliggjandi öndunarfæravandamál en aðrir ættu ekki að finna fyrir teljandi áhrifum. Unnið er að því að bæta mælanet Umhverfisstofnunar til þess að mæla magn brennisteinsdíoxíðs (SO2) á fleiri stöðum í byggð. Tilmæli frá Sóttvarnalækni og Umhverfisstofnun má finna á heimasíðum stofnananna. Haldist gosvirkni svipuð má áætla að loftgæði verði sambærileg næstu daga.Loftgæði á gossvæðinMikið gasstreymi er í og í kring um eldstöðina. Bráð lífshætta stafar af gasinu og því er ekki óhætt að nálgast svæðið án gasmæla og gasgríma. Vísindamenn hafa þurft að rýma svæðið þrisvar síðasta sólarhringinn vegna þess að gasstyrkur fór langt yfir hættumörk þegar vindátt breyttist skyndilega. Við gosstöðvarnar má búast við sífelldum staðbundnum breytingum á vindátt, vegna hitauppstreymis, sem gera aðstæður þar mjög hættulegar.“ Í tilkynningu segir að dregið hafi úr skjálftavirkni á svæðinu og um áttatíu skjálftar mælst frá miðnætti. Í Bárðarbungu varð skjálfti að stærð 4,7 klukkan 07:20. Lítill og stöðugur órói hefur mælst síðustu daga. „Kvikustreymi inn í ganginn virðist haldast svipað og útstreymi í gosinu í Holuhrauni. GPS mælingar sýna óverulegar jarðskorpuhreyfingar. Fjórir möguleikar eru áfram taldir líklegastir um framvindu: o Að innflæði kviku stöðvist, skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. o Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. o Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. o Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir.“ Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Fundi vísindamannaráðs Almannavarna sitja vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans ásamt fulltrúum frá Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, en fundinn í dag sátu jafnframt fulltrúar Sóttvarnarlæknis og Umhverfisstofnunar.
Bárðarbunga Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira