Innlent

Kamal, Póri og Mark en ekki Sveinnóli

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Daníel
Mannanafnanefnd hefur samþykkt nöfnin Aríela (kvk), Kamal (kk), Póri (kk) og Mark (kk). Nefndin hafnaði tíu nöfnum en hún felldi úrskurð í fimmtán málum þann 3. október síðastliðinn.

Þar af hafnaði nefndin fimm karlmannsnöfnum: Clinton, Karma, Sveinnóli, Hector og Duane. Kvenmannsnöfnunum Lady og Kaia var einnig hafnað.

Þrjú skilyrði þarf til að hægt sé að samþykkja nýtt eiginnafn og færa það á mannanafnaskrá: (1) Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. (2) Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. (3) Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.

Einnig hafnaði nefndin millinöfnunum Haugeland, Fletcher og Huxland. Mannanafnanefnd féllst á að foreldrum drengs með nafnið Robert væri heimilt að breyta rithætti hans úr Robert í Hróbjartur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×