Skilja og styðja baráttu framhaldsskólakennara Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. mars 2014 14:30 Vísir/Stefán Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.Verkfallið leggst ekki vel í þá félaga Ísak, Baldvin og Alexis.VÍSIR/STEFÁNKannski til í tvær eða þrjár vikur Félagarnir Ísak Hinriksson, Baldvin Snær Finnsson og Alexis Garcia eru allir 16 ára og eru á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Verkfallið leggst illa í mig og það er von, sérstaklega fyrir námið. Það er ágætt að vissu leyti að fá smá frí en ef þetta fer út í einhverjar öfgar þá gæti þetta orði mjög slæmt,“ segir Ísak. Hann er ekki með nein sérstök plön í verkfallinu en ætlar að læra og reyna að vinna meira. „Ef verkfallið verður stutt verður þetta kannski í lagi, en það má ekki verða of langt,“ segir Baldvin. Auk þess að vera í MH æfir hann á píanó og hefur þegar gert ráðstafanir um píanónámið á meðan á verkfallinu stendur. „Þegar maður heyrði af þessu fyrst var þetta bara seinni tíma vandamál, en nú þegar nær dregur er ég orðinn stressaður um að verkfallið verði allt of langt,“ segir Alexis. „Ég væri kannski til í tvær vikur.“ Þeir segja óvissuna mikla um hvað verður og allt liggi frekar óljóst fyrir. Þeir hafa ekki heyrt annað en að allt námsefnið verið til prófs sama hversu lengi verkfallið stendur. Álagið gæti því orðið mikið þegar skóli hefst á ný eftir verkfall. Kennararnir megi ekki leggja neitt námsefni fyrir en þeir búast þó við því að reyna að halda námsáætlun sem sett var í upphafi annar.Þær Díana og Sigríður ætla að vera duglegar að æfa í verkfallinu.VÍSIR/STEFÁNPlanið að liggja yfir bókunum Þær Sigríður Ása Alfonsdóttir og Díana Sigmarsdóttir eru 18 og 19 ára nemendur á þriðja ári í MH. Sigríður segir að eitthvað hafi verið rætt um að námsefni til prófs verði stytt. „Ég er til í smá verkfall en ekki of langt,“ segir hún. Díana er á því að námslega geti verkfallið komið framhaldsskólanemendum illa. „En við getum auðvitað lært heima. Planið er að liggja á bókasögnum og fara upp í háskóla til dæmis,“ segir hún. Þær ætla báðar að vera duglegar að æfa og mæta í ræktina auk þess að læra og vinna.Þær Þórhildur og Guðrún ætla að vera duglegar að læra í verkfallinu.VÍSIR/STEfÁNFyrstu dagarnir verða tjill Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir Guðrún Elín Davíðsdóttir eru 17 og 18 ára. Þær stefna á útskrift næstu jól. „Þetta er stressandi en það virðist vera meiri bjartsýni yfir þessu núna,“ segir Guðrún um það að verkfallið verði kannski ekki langt. „Það er gaman að heyra að þeir eru vongóðir um að verkfallið verði ekki of langt,“ segir Þórhildur. Margar mismunandi sögur séu í gangi um hvað verður. „Maður heyrir eitthvað og svo eitthvað annað og það eru allir einhvernveginn jafn „kljúless“,“ segir Þórhildur. „Kannski verður bara skóli á mánudaginn.“ Þær stöllur hafa skipulagt lestur námsbóka á meðan á verkfallinu stendur og eru búnar að safna saman í leshópa. „Við ætlum að reyna eins og við getum að halda þessu gangandi,“ segir Þórhildur. „Ég ætla að halda áfram að vinna mínar vaktir í vinnunni. Fyrstu dagarnir verða meira tjill en svo verðum að að reyna að halda áfram að læra,“ segir Guðrún.Þorvaldur og Arnar hafa fullan skilning á baráttu kennara.VÍSIR/STEFÁNSkiljanlegt að kennarar fari í verkfall Þeir Arnór Gunnarsson og Þorvaldur Garðar Kvaran eru 18 ára nemendur á þriðja ári. „Mér finnst að kennarar ættu að fá hætti laun og mér finnst mjög skiljanlegt að þeir ætli í verkfall,“ segir Arnar. Hann telur að verkfallið muni ekki hafa mikil áhrif á sig þar sem hann er á alþjóðlegri braut og fær að taka lokaprófin hvernig sem fer. „Ég fæ þó enga kennslu,“ segir hann. Hann hefur þó ekki áhyggjur og segist geta reddað sér með því að finna efni á netinu. „Ég hef ekkert á móti því að fara í verkfalli í tvær til þrjár vikur. En ég vil samt frekar að skólinn haldi áfram sérstaklega ef verkfallið verður mjög langt,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa heyrt að það að skólinn verið kannski lengdur fram á sumarið í staðinn og honum líst ekki á það og telur það tæplega ganga upp. „Þetta er leiðinlegt fyrir þá sem eru að klára námið og geta það kannski ekki útaf verkfallinu,“ segir hann. Þorvaldur ætlar að reyna að vinna á meðan á verkfallinu stendur. „Þó það sé fínt að slaka á aðeins og fá frí frá skólanum þá styð ég baráttu kennarana 100 prósent,“ segir hann. Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Menntaskólanemar sem blaðamaður hitti í dag hafa áhyggjur af verkfallinu og það virðist leggjast illa í nemendur. Flest voru þau sammála um að smá frí frá skólanum væri kærkomið, þau vonast þó til þess að verkfallið standi ekki lengi.Verkfallið leggst ekki vel í þá félaga Ísak, Baldvin og Alexis.VÍSIR/STEFÁNKannski til í tvær eða þrjár vikur Félagarnir Ísak Hinriksson, Baldvin Snær Finnsson og Alexis Garcia eru allir 16 ára og eru á fyrsta ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Verkfallið leggst illa í mig og það er von, sérstaklega fyrir námið. Það er ágætt að vissu leyti að fá smá frí en ef þetta fer út í einhverjar öfgar þá gæti þetta orði mjög slæmt,“ segir Ísak. Hann er ekki með nein sérstök plön í verkfallinu en ætlar að læra og reyna að vinna meira. „Ef verkfallið verður stutt verður þetta kannski í lagi, en það má ekki verða of langt,“ segir Baldvin. Auk þess að vera í MH æfir hann á píanó og hefur þegar gert ráðstafanir um píanónámið á meðan á verkfallinu stendur. „Þegar maður heyrði af þessu fyrst var þetta bara seinni tíma vandamál, en nú þegar nær dregur er ég orðinn stressaður um að verkfallið verði allt of langt,“ segir Alexis. „Ég væri kannski til í tvær vikur.“ Þeir segja óvissuna mikla um hvað verður og allt liggi frekar óljóst fyrir. Þeir hafa ekki heyrt annað en að allt námsefnið verið til prófs sama hversu lengi verkfallið stendur. Álagið gæti því orðið mikið þegar skóli hefst á ný eftir verkfall. Kennararnir megi ekki leggja neitt námsefni fyrir en þeir búast þó við því að reyna að halda námsáætlun sem sett var í upphafi annar.Þær Díana og Sigríður ætla að vera duglegar að æfa í verkfallinu.VÍSIR/STEFÁNPlanið að liggja yfir bókunum Þær Sigríður Ása Alfonsdóttir og Díana Sigmarsdóttir eru 18 og 19 ára nemendur á þriðja ári í MH. Sigríður segir að eitthvað hafi verið rætt um að námsefni til prófs verði stytt. „Ég er til í smá verkfall en ekki of langt,“ segir hún. Díana er á því að námslega geti verkfallið komið framhaldsskólanemendum illa. „En við getum auðvitað lært heima. Planið er að liggja á bókasögnum og fara upp í háskóla til dæmis,“ segir hún. Þær ætla báðar að vera duglegar að æfa og mæta í ræktina auk þess að læra og vinna.Þær Þórhildur og Guðrún ætla að vera duglegar að læra í verkfallinu.VÍSIR/STEfÁNFyrstu dagarnir verða tjill Þórhildur Kristín Ásgeirsdóttir Guðrún Elín Davíðsdóttir eru 17 og 18 ára. Þær stefna á útskrift næstu jól. „Þetta er stressandi en það virðist vera meiri bjartsýni yfir þessu núna,“ segir Guðrún um það að verkfallið verði kannski ekki langt. „Það er gaman að heyra að þeir eru vongóðir um að verkfallið verði ekki of langt,“ segir Þórhildur. Margar mismunandi sögur séu í gangi um hvað verður. „Maður heyrir eitthvað og svo eitthvað annað og það eru allir einhvernveginn jafn „kljúless“,“ segir Þórhildur. „Kannski verður bara skóli á mánudaginn.“ Þær stöllur hafa skipulagt lestur námsbóka á meðan á verkfallinu stendur og eru búnar að safna saman í leshópa. „Við ætlum að reyna eins og við getum að halda þessu gangandi,“ segir Þórhildur. „Ég ætla að halda áfram að vinna mínar vaktir í vinnunni. Fyrstu dagarnir verða meira tjill en svo verðum að að reyna að halda áfram að læra,“ segir Guðrún.Þorvaldur og Arnar hafa fullan skilning á baráttu kennara.VÍSIR/STEFÁNSkiljanlegt að kennarar fari í verkfall Þeir Arnór Gunnarsson og Þorvaldur Garðar Kvaran eru 18 ára nemendur á þriðja ári. „Mér finnst að kennarar ættu að fá hætti laun og mér finnst mjög skiljanlegt að þeir ætli í verkfall,“ segir Arnar. Hann telur að verkfallið muni ekki hafa mikil áhrif á sig þar sem hann er á alþjóðlegri braut og fær að taka lokaprófin hvernig sem fer. „Ég fæ þó enga kennslu,“ segir hann. Hann hefur þó ekki áhyggjur og segist geta reddað sér með því að finna efni á netinu. „Ég hef ekkert á móti því að fara í verkfalli í tvær til þrjár vikur. En ég vil samt frekar að skólinn haldi áfram sérstaklega ef verkfallið verður mjög langt,“ segir Þorvaldur. Hann segist hafa heyrt að það að skólinn verið kannski lengdur fram á sumarið í staðinn og honum líst ekki á það og telur það tæplega ganga upp. „Þetta er leiðinlegt fyrir þá sem eru að klára námið og geta það kannski ekki útaf verkfallinu,“ segir hann. Þorvaldur ætlar að reyna að vinna á meðan á verkfallinu stendur. „Þó það sé fínt að slaka á aðeins og fá frí frá skólanum þá styð ég baráttu kennarana 100 prósent,“ segir hann.
Kennaraverkfall Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira