Ný og harðari milliríkjadeila vegna makrílsamnings Svavar Hávarðsson skrifar 14. mars 2014 07:00 Sigurður Ingi Jóhannsson vill meina að staða Íslands sem fiskveiðiþjóðar sé sterk, enda hafi verið staðið við meginlínu fiskveiðistefnu þjóðarinnar - sjálfbærni veiða. Vísir/Pjetur Ljóst er að Ísland stendur eftir einangrað í makríldeilunni. Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar undirrituðu samkomulag í norska sendiráðinu í Lundúnum um skiptingu veiðiheimilda á makríl fyrir næstu fimm ár síðla miðvikudags. Fátt annað liggur ljóst fyrir; hvorki hvað liggur að baki óvæntri þróun mála né hver staða Íslands er í dag og hvernig á að bregðast við því að Íslandi var haldið utan við samkomulagið. Stjórnarandstaðan á þingi sakar utanríkisþjónustuna um dugleysi, en sjávarútvegsráðherra telur stöðu Íslands sterka. Fjármálaráðherra fordæmir gjörninginn með þeim orðum að um forkastanlega framkomu sé að ræða gagnvart vinaþjóð.„Skýringar“ Þegar samninganefndir strandríkjanna stóðu upp frá borðinu eftir sjöundu umferð samningalotunnar í Edinborg í Skotlandi fyrir rúmri viku, var sú skýring gefin af íslenskum stjórnvöldum að fullreynt væri um að samningur næðist. Þetta staðfesti Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, sama dag á heimasíðu sinni með þeim orðum að Ísland og Færeyjar hefðu samþykkt málamiðlunartillögu ESB, sem Noregur hafnaði alfarið. Með það fór íslenska samninganefndin heim - en Norðmenn og ESB sat eftir til að ræða tvíhliða samninga í fiskveiðimálum sín á milli. Nú vita allir að Færeyingar fóru ekki heim heldur. Nú halda Norðmenn, og fleiri, því fram að slitnað hafi upp úr viðræðum í Edinborg vegna kröfu Íslendinga um veiðar í grænlenskri lögsögu, og er reyndar haft eftir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í fjölmiðlum í gær. Eitthvað er þetta málum blandið en í viðtali við færeyska miðilinn Nordlys segir Vestergaard skýrt að „prinsipp“ Íslendinga um sjálfbærar veiðar í anda ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hafi staðið í vegi samkomulags í Edinborg. Formaður norskra útgerðarmanna, Audun Maråk, fullyrðir að Ísland hafi sjálfir staðið upp frá samningaborðinu og geti sjálfum sér um kennt. Hann nefnir einnig að vínkilinn um kröfu Íslands um Grænlandsveiðar. Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands, segir þessi orð hans „hrein ósannindi.“ Það liggi fyrir John Spencer, aðalsamningamaður ESB, sem stýrði viðræðunum, hafi talið fullreynt og slitið fundi „með þeim orðum að ekki væri um frekari samningaviðræður að ræða fyrr en 2015,“ segir Sigurgeir. Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði í norskum fjölmiðlum að með Ísland innanborðs hafi samkomulag verið útilokað, sem skýrir kannski framhaldið. Fljótt á litið virðist málið því snúast um heildarkvótann. Samkvæmt samningnum er heildarkvótinn rúmlega 1.2 milljón tonn, en íslenska samninganefndin hélt sig fast við ráðgjöf ICES frá því í fyrra sem hljóðaði uppá 890 þúsund tonn (en var tilbúin að hækka það eitthvað í Edinborg). Hér virðast því ESB, Noregur og Færeyjar hafa gert samning eftir vilja Norðmanna hvað varðar heildarkvótann, sem gengur eftir þegar Ísland var ekki fyrir hinum strandríkjunum í deilunni.Vissu ekkert Ekkert bendir til annars en að mótaðilum Íslands í deilunni hafi tekist fullkomlega það ætlunarverk sitt að semja án vitundar íslenskra stjórnvalda. Þeir sem næst standa málinu fréttu af því á sama tíma og allur almenningur í fjölmiðlum á miðvikudag. Sjávarútvegsráðherra Færeyja lýsir ferlinu sem háleynilegu í viðtali við Nordlys. Hann segir jafnframt að samningurinn hafi legið fyrir á mánudaginn, en skrifað var undir á miðvikudag eftir að ESB hafði kynnt samninginn innan sinna raða. Hann viðurkennir að Færeyingar hafi setið eftir í Edinborg því þeir hafi haft á tilfinningunni að hægt væri að ná samningi um makrílinn, eins og síðar varð. Eina sem þá var uppi á borðum, hvað Íslendinga varðar, var að Noregur og ESB ætluðu að halda tvíhliða viðræður, og jafnvel Færeyingar um önnur mál sem kæmu makríldeilunni ekki beint við.Hvað skal gjöra? Kolbeinn Árnason, formaður LÍÚ, efast um það „hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ og vísar til orða Damanaki um að Íslendingum standi til boða að ganga inn í samning hinna strandríkjanna. Sigurður Ingi varð ekki skilinn öðruvísi þegar hann gaf munnlega skýrslu að það kæmi ekki til greina. Steingrímur J. Sigfússon benti á það að málið sé þeimur alvarlegra þegar haft er í huga að Ísland er viðurkennt strandríki frá árinu 2010, og því hefðu ESB, Noregur og Færeyjar aldrei átt að sitjast niður án aðkomu Íslands. Þegar allt er talið í upphafi nýrrar makríldeilu er kjarni umræðunnar sá að það sem hægt er að gera í augnablikinu er að mótmæla gjörningnum af fullum krafti og íhuga framhaldið - mögulega í samvinnu við Grænlendinga. En anda með nefinu og falla ekki í þá gryfju að ganga fram í veiðum á makríl með gassagangi.Hörð lína Eftir umræður á Alþingi í gær er öllum ljóst að engum er ekki skemmt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, flutti Alþingi skýrslu vegna málsins og furðaði sig á vendingum síðustu vikna. Hann fullyrti hins vegar að staða Íslands væri áfram sterk sem fiskveiðiþjóðar, því staðið hefði verið fast við grundvallarhugsun Íslands í fiskveiðistjórnun - sjálfbærni sem ófrávíkjanlega reglu. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hrósaði Sigurði fyrir sína framgöngu í málinu til þessa en lagði sökina í kjöltuna á Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. Mönnum hafi borist njósn um að ekki væri allt með felldu, en Gunnar Bragi hafi ekkert gert til að andæfa á vettvangi utanríkisþjónustunnar, og hafi í raun flotið sofandi að feigðarósi. Sjálfur var utanríkisráðherra ekki viðstaddur umræðurnar sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi hart, en hann saknaði mjög að fá ekki upplýsingar um hver viðbrögð Íslands yrðu á næstu dögum. Þeir sem kváðu sér hljóðs voru sammála um að án tafar yrðu mótmælum komið á framfæri við ESB, Noreg og ekki síst Færeyinga. Varla varð það misskilið, og kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, meðal annars að tvíhliða samningar Íslands við Færeyjar litu öðruvísi út í bjarmanum af hinu nýja samkomulagi og þyrfti jafnvel að endurskoðast.Forkastanlegt Í þingræðu við upphaf þingfundar í gær sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sú ákvörðun „þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Ljóst er að Ísland stendur eftir einangrað í makríldeilunni. Evrópusambandið, Noregur og Færeyjar undirrituðu samkomulag í norska sendiráðinu í Lundúnum um skiptingu veiðiheimilda á makríl fyrir næstu fimm ár síðla miðvikudags. Fátt annað liggur ljóst fyrir; hvorki hvað liggur að baki óvæntri þróun mála né hver staða Íslands er í dag og hvernig á að bregðast við því að Íslandi var haldið utan við samkomulagið. Stjórnarandstaðan á þingi sakar utanríkisþjónustuna um dugleysi, en sjávarútvegsráðherra telur stöðu Íslands sterka. Fjármálaráðherra fordæmir gjörninginn með þeim orðum að um forkastanlega framkomu sé að ræða gagnvart vinaþjóð.„Skýringar“ Þegar samninganefndir strandríkjanna stóðu upp frá borðinu eftir sjöundu umferð samningalotunnar í Edinborg í Skotlandi fyrir rúmri viku, var sú skýring gefin af íslenskum stjórnvöldum að fullreynt væri um að samningur næðist. Þetta staðfesti Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, sama dag á heimasíðu sinni með þeim orðum að Ísland og Færeyjar hefðu samþykkt málamiðlunartillögu ESB, sem Noregur hafnaði alfarið. Með það fór íslenska samninganefndin heim - en Norðmenn og ESB sat eftir til að ræða tvíhliða samninga í fiskveiðimálum sín á milli. Nú vita allir að Færeyingar fóru ekki heim heldur. Nú halda Norðmenn, og fleiri, því fram að slitnað hafi upp úr viðræðum í Edinborg vegna kröfu Íslendinga um veiðar í grænlenskri lögsögu, og er reyndar haft eftir Jacob Vestergaard, sjávarútvegsráðherra Færeyja, í fjölmiðlum í gær. Eitthvað er þetta málum blandið en í viðtali við færeyska miðilinn Nordlys segir Vestergaard skýrt að „prinsipp“ Íslendinga um sjálfbærar veiðar í anda ráðgjafar Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) hafi staðið í vegi samkomulags í Edinborg. Formaður norskra útgerðarmanna, Audun Maråk, fullyrðir að Ísland hafi sjálfir staðið upp frá samningaborðinu og geti sjálfum sér um kennt. Hann nefnir einnig að vínkilinn um kröfu Íslands um Grænlandsveiðar. Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands, segir þessi orð hans „hrein ósannindi.“ Það liggi fyrir John Spencer, aðalsamningamaður ESB, sem stýrði viðræðunum, hafi talið fullreynt og slitið fundi „með þeim orðum að ekki væri um frekari samningaviðræður að ræða fyrr en 2015,“ segir Sigurgeir. Elisabeth Aspaker, sjávarútvegsráðherra Noregs, sagði í norskum fjölmiðlum að með Ísland innanborðs hafi samkomulag verið útilokað, sem skýrir kannski framhaldið. Fljótt á litið virðist málið því snúast um heildarkvótann. Samkvæmt samningnum er heildarkvótinn rúmlega 1.2 milljón tonn, en íslenska samninganefndin hélt sig fast við ráðgjöf ICES frá því í fyrra sem hljóðaði uppá 890 þúsund tonn (en var tilbúin að hækka það eitthvað í Edinborg). Hér virðast því ESB, Noregur og Færeyjar hafa gert samning eftir vilja Norðmanna hvað varðar heildarkvótann, sem gengur eftir þegar Ísland var ekki fyrir hinum strandríkjunum í deilunni.Vissu ekkert Ekkert bendir til annars en að mótaðilum Íslands í deilunni hafi tekist fullkomlega það ætlunarverk sitt að semja án vitundar íslenskra stjórnvalda. Þeir sem næst standa málinu fréttu af því á sama tíma og allur almenningur í fjölmiðlum á miðvikudag. Sjávarútvegsráðherra Færeyja lýsir ferlinu sem háleynilegu í viðtali við Nordlys. Hann segir jafnframt að samningurinn hafi legið fyrir á mánudaginn, en skrifað var undir á miðvikudag eftir að ESB hafði kynnt samninginn innan sinna raða. Hann viðurkennir að Færeyingar hafi setið eftir í Edinborg því þeir hafi haft á tilfinningunni að hægt væri að ná samningi um makrílinn, eins og síðar varð. Eina sem þá var uppi á borðum, hvað Íslendinga varðar, var að Noregur og ESB ætluðu að halda tvíhliða viðræður, og jafnvel Færeyingar um önnur mál sem kæmu makríldeilunni ekki beint við.Hvað skal gjöra? Kolbeinn Árnason, formaður LÍÚ, efast um það „hvort Íslendingar ættu að taka þátt í samkomulagi sem gengur út á ofveiði og ósjálfbærni,“ og vísar til orða Damanaki um að Íslendingum standi til boða að ganga inn í samning hinna strandríkjanna. Sigurður Ingi varð ekki skilinn öðruvísi þegar hann gaf munnlega skýrslu að það kæmi ekki til greina. Steingrímur J. Sigfússon benti á það að málið sé þeimur alvarlegra þegar haft er í huga að Ísland er viðurkennt strandríki frá árinu 2010, og því hefðu ESB, Noregur og Færeyjar aldrei átt að sitjast niður án aðkomu Íslands. Þegar allt er talið í upphafi nýrrar makríldeilu er kjarni umræðunnar sá að það sem hægt er að gera í augnablikinu er að mótmæla gjörningnum af fullum krafti og íhuga framhaldið - mögulega í samvinnu við Grænlendinga. En anda með nefinu og falla ekki í þá gryfju að ganga fram í veiðum á makríl með gassagangi.Hörð lína Eftir umræður á Alþingi í gær er öllum ljóst að engum er ekki skemmt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, flutti Alþingi skýrslu vegna málsins og furðaði sig á vendingum síðustu vikna. Hann fullyrti hins vegar að staða Íslands væri áfram sterk sem fiskveiðiþjóðar, því staðið hefði verið fast við grundvallarhugsun Íslands í fiskveiðistjórnun - sjálfbærni sem ófrávíkjanlega reglu. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hrósaði Sigurði fyrir sína framgöngu í málinu til þessa en lagði sökina í kjöltuna á Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra. Mönnum hafi borist njósn um að ekki væri allt með felldu, en Gunnar Bragi hafi ekkert gert til að andæfa á vettvangi utanríkisþjónustunnar, og hafi í raun flotið sofandi að feigðarósi. Sjálfur var utanríkisráðherra ekki viðstaddur umræðurnar sem Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi hart, en hann saknaði mjög að fá ekki upplýsingar um hver viðbrögð Íslands yrðu á næstu dögum. Þeir sem kváðu sér hljóðs voru sammála um að án tafar yrðu mótmælum komið á framfæri við ESB, Noreg og ekki síst Færeyinga. Varla varð það misskilið, og kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, meðal annars að tvíhliða samningar Íslands við Færeyjar litu öðruvísi út í bjarmanum af hinu nýja samkomulagi og þyrfti jafnvel að endurskoðast.Forkastanlegt Í þingræðu við upphaf þingfundar í gær sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, að sú ákvörðun „þessara aðila að útiloka menn frá samningaborðinu er forkastanleg. Það er forkastanlegt að hálfu vinaþjóða okkar, og nágrannaríkja, að koma saman, vitandi vits, án aðkomu Íslendinga, og gera með sér samkomulag án þess að okkur sé einu sinni hleypt að samningaborðinu. Við eigum að senda ákveðin skilaboð til Norðmanna, til Færeyinga, til ESB, og til annarra sem hafa þóst vera í eiginlegum samningaviðræðum við okkur skýr skilaboð um það að við kunnum ekki að meta þetta. Og að Alþingi Íslendinga fordæmi þessi vinnubrögð og áskilur sér allan rétt í framhaldinu til eðlilegrar hlutdeildar í makrílstofninum.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira