Vilja eftirlitsmyndavélar við skólann Elimar Hauksson skrifar 16. febrúar 2014 20:00 „Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
„Maður fyllist skelfingu og fær hnút í magann,“ segir Sigríður Dagmar Jóhannsdóttir, formaður foreldrafélags Laugarnesskóla, en hún tók á móti barni sem reynt hafði verið að tæla upp í bifreið nærri skólanum í síðustu viku. Fjórar tilkynningar hafa borist um að reynt sé að tæla börn í nágrenni við skólann það sem af er árs. Sigríður var heima hjá sér með dóttur sína 11. febrúar síðastliðinn þegar sjö ára vinkona dóttur hennar kom í heimsókn í miklu uppnámi eftir að reynt hafði verið að tæla hana upp í bíl á leið úr skólanum. Sigríður segir upplifunina hafa verið skelfilega og að atvikið hafi vakið hana til umhugsunar um alvarleika þess umhverfis sem börn og foreldrar búa við í dag. „Það snertir mann svo persónulega þegar barnið stendur í dyragættinni hjá manni, lamað af ótta eftir að einhver ókunnugur er búinn að reyna að lokka það upp í bílinn“ segir Sigríður og bætir við að atburðarásin í kjölfarið hafi verið óþægileg. „Við hringdum í foreldri sem kom heim og svo var hringt í lögregluna. Síðan stóðu bara lögreglumenn í stofunni hérna heima að tala við barnið og börnin mín horfa uppá það og verða í kjölfarið mjög skelkuð,“ segir Sigríður. Lögreglan hefur ekki náð tali af þeim ökumönnum sem um ræðir og hafa börnin ekki getað gefið mjög greinargóða lýsingu á þeim fyrir utan kyn ökumanna og lit bifreiðanna. Sigríður segir ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar á meðal foreldra um hvað hægt sé að gera til að tryggja öryggi barna, þar á meðal uppsetningu eftirlitsmyndavéla við skólann. „Við í foreldrafélaginu ræddum þetta fram og til baka og það sem stóð upp úr var það hvort ekki væri best að setja upp einhverskonar eftirlitsmyndavélar því börnin geta sagt fátt annað en hvernig bíllinn er á litinn,“ segir Sigríður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að tilkynna strax til lögreglu ef það verði þess áskynja að reynt sé að tæla börn. Mikilvægt sé að lögregla geti brugðist hratt við slíkum tilkynningum.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira