Innlent

Boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Evrópumálin hafa verið til umræðu á Alþingi síðustu vikur.
Evrópumálin hafa verið til umræðu á Alþingi síðustu vikur. visir/daníel
Þingmenn stjórnandstöðunnar boða harkalega stjórnarandstöðu á Alþingi ef ríkisstjórnin ætlar sér að keyra ESB málið í gegn. Engir samningafundir hafa verið boðaðir í dag vegna málsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, fundaði síðdegis gær með formönnum allra flokka á Alþingi til að reyna ná samkomulagi um framhald umræðunnar um tillögur utanríkisráðherra um að slíta aðildarviðræðum við ESB.

Fundurinn skilaði engum árangri og gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar ríkisstjórnina fyrir skort á samningsvilja.

Gríðarleg átök hafa verið á þinginu að undanförnu vegna þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra þess efnis að slíta beri umsvifalaust viðræðum við Evrópusambandið

Ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að slíta viðræðunum við Evrópusambandið og hefur þeirri ákvörðun verið harðlega mótmælt við Austurvöll og hafa 49 þúsund manns skrifað undir á vefsíðunni thjod.is.

Þar skora Íslendingar á stjórnvöld að leggja til hliðar tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu. 

Þau mál sem verða á dagskrá í þinginu í dag eru:

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu dregin til baka, þingsályktunartillaga utanríkisráðherra.

Einnig verður til umræðu ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Þriðja mál á dagskrá verður síðan í tengslum við formlegt hlé á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræðurnar.

Hér að neðan má horfa beina útsendingu frá Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×