Afbrotatíðni hefur lækkað jafnt og þétt síðustu tíu ár eða svo og það samhliða fækkun lögreglumanna. Eins og fram kemur í ársskýrslum Ríkislögreglustjóra er breyting á fjölda á alvarlegra ofbeldisbrota (líkamsárásir, manndráp) óveruleg.
Eyrún fjallar um þetta í pistli sem hún skrifar í Fréttablaðið í dag. Hann ber heitið Fleiri löggur – færri byssur. Hún segir það vera óþarfa að almennir lögreglumenn hafi aðgang að skammbyssum og hríðskotarifflum.
Lykillinn að því að auka öryggi og öryggiskennd almennings og lögreglumanna er að fjölga lögreglumönnum á ný og færa menntun þeirra á háskólastigið.

Þá segir Eyrún að lögreglan búi við breyttan veruleika í dag. Landamæralausir glæpir, mismunandi lífsskoðanir, fjölmenningarsamfélagið Ísland og fleira tengist því sem hún kallar vopnavæðingu. Hríðskotabyssurnar, sem Landhelgisgæslan kallar gjöf en Norðmenn kaup, spili þar inn í.
„Ég held að þetta auki á öryggisleysi hjá lögreglumönnum og almennt hjá fólki. Og mögulega er þetta einhver viðbrögð við því,“ segir Eyrún að lokum.