Fleira launafólk sækir sér aðstoð Viktoría Hermannsdóttir skrifar 20. desember 2014 09:30 Sjálfboðaliðar afhenda jólamatinn. vísir/ernir Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korputorgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstudag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið.Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast.vísir/ernirStaflar af hinum ýmsa hátíðarmat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körfur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðarhalds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkurvörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragnhildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsettum degi en það fá allir hjálp.“Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina.vísir/ernirHún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hópurinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglaunafólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félagsráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín.vísir/ernirÍ hillum er að finna ýmsa smávöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjölskylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrirtæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyrahurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboðaliðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinnar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð. Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Mæðrastyrksnefnd er með tvær úthlutanir fyrir jólin. Önnur þeirra fór fram í gær á Korputorgi og er ætluð einstaklingum en sú seinni fer fram á mánudag en þá fær fjölskyldufólk úthlutað. Talsverður erill var á Korputorgi þegar Fréttblaðið mætti á staðinn rétt eftir hádegi á föstudag. Öryggisverðir taka á móti fólki við innganginn þar sem það fær miða og fer síðan í biðröð og bíður þess að fá úthlutað jólamat. Um 60-70 sjálfboðaliðar klæddir í rauða boli eru á staðnum og vinna hörðum höndum að því að raða í poka og flokka það sem hver og einn fær. „Ég held það séu hátt í 800 sem hafa komið í dag,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður nefndarinnar, meðan hún leiðir okkur um húsnæðið.Ragnhildur segir hópinn sem sækir aðstoðina vera að breytast.vísir/ernirStaflar af hinum ýmsa hátíðarmat blasa við og sjálfboðaliðar eru á fullu við að tína saman í körfur og poka til þess að tryggja að allir fái jafnt. Í pokanum eru allar helstu nauðsynjar til hátíðarhalds. Kjöt, kartöflur, meðlæti, mjólkurvörur, ís, sælgæti og gos. Í dag fær hver einstaklingur þrjá poka fulla af mat. „Við fáum margt gefins og það sem við kaupum fáum við á miklum afslætti,“ segir Ragnhildur. „Það eru alveg ótrúlega margir sem leggja okkur lið,“ segir hún en bæði fyrirtæki og einstaklingar gefa nefndinni. Síminn hringir hjá Ragnhildi og á línunni er einstaklingur sem kemst ekki í úthlutunina í dag. „Komdu bara á mánudag, það er ekkert mál,“ segir Ragnhildur í símann áður en hún leggur á. „Það eru ekki allir sem komast á tilsettum degi en það fá allir hjálp.“Sjálfboðaliðar sjá um að raða í pokana og aðstoða fólkið sem mætir í úthlutunina.vísir/ernirHún segir fleiri hafa sótt um úthlutun í ár en í fyrra og að hópurinn sé líka að breytast. Um 2.000 umsóknir um úthlutanir hafa borist í ár en að baki hverri umsókn eru mismargir. „Við höfum tekið eftir því að í ár er meira um að fólk í fullri vinnu sé að leita til okkar. Mikið af ungu láglaunafólki sem vinnur fulla vinnu en nær ekki endum saman. Það hefur allt hækkað og launin sem þetta fólk er á eru svo lág að það sjá það allir að þetta gengur ekki upp,“ segir hún og í sama mund hringir síminn aftur. Á línunni er félagsráðgjafi frá borginni sem biður um hjálp fyrir fjölskyldu sem hefur ekki efni á mat. „Segðu þeim bara að koma á mánudag, við aðstoðum þau,“ segir hún. Það geta verið þung spor að þurfa að leita sér aðstoðar fyrir jólin og Ragnhildur segir það reynast mörgum erfitt. Henni finnst þó eins og skömmin yfir því að þurfa þiggja aðstoð sé að verða minni en áður. „Ástandið er bara þannig að fólk getur ekkert annað gert,“ segir hún og heldur áfram að leiða okkur um húsnæðið. Í fjölskylduúthlutuninni geta foreldrar fengið jólagjafir fyrir börnin sín.vísir/ernirÍ hillum er að finna ýmsa smávöru, meðal annars lítil leikföng og annað smálegt sem fólk getur fengið til þess að gefa í gjafir. Þar að auki er hægt að fá hinar ýmsu snyrtivörur, meðal annars krem, hárbursta, sjampó og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Hver og einn fær að velja sér 3-4 smávörur. Í fjölskylduúthlutuninni sem fram fer á mánudag geta foreldrar svo fengið leikföng fyrir börn sín sem fyrirtæki og einstaklingar hafa fært nefndinni. Það eru enn rúmir tveir tímar eftir af úthlutuninni þegar við erum að fara og enn er stöðugur straumur af fólki. Við útidyrahurðina stendur par með poka og bíður eftir að vera sótt. Þau segja það bjarga jólunum hjá þeim að fá úthlutað. Hún er öryrki sem vinnur í hlutastarfi og þetta er í þriðja sinn sem hún kemur og fær aðstoð fyrir jólin. Hann hefur verið án atvinnu í nokkur ár en er að búa sig undir að komast aftur á vinnumarkaðinn. Þau segja bæði að það hafi verið erfitt að koma í fyrsta sinn til þess að þiggja aðstoð en það þýði lítið að hugsa um það ætli þau sér að halda jól. „Ég hugsa þetta þannig að þegar mér fer að ganga betur þá mun ég gefa til baka og hjálpa þeim sem þurfa á því að halda,“ segir hann og í því kemur vinur þeirra á bíl að sækja þau. Inni halda sjálfboðaliðar áfram að raða í poka og passa að enginn fari svangur inn í jólin. Næsta úthlutun nefndarinnar fer fram á mánudag og enn er hægt að sækja um aðstoð.
Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira