Bílvelta á Ströndum: Fimm Suður-Kóreumenn komust í hann krappan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2014 13:53 Eva Sigurbjörnsdóttir Vísir/Stefán Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Fimm ferðamenn frá Suður-Kóreu komust í hann krappann um tíuleytið í morgun þegar þeir veltu pallbíl með húsi um 15 kílómetra norðan við Djúpuvík á ströndum. Bíllinn hafnaði úti í sjó en ekkert þeirra fimm sakaði alvarlega þótt þau hafi verið í nokkru áfalli eftir atburðinn. Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, fékk símtal um korter yfir tíu þar sem henni var tilkynnt um slysið. Brunaði hún af stað og var komin á vettvang um fimmtán mínútum síðar. Þá voru Suður-Kóreumennirnir komnir upp á veg. „Þau voru ekki mikið meidd. Einn var bólginn á gagnauga eftir að hafa rekið höfuðið í og annar var skorinn á höndum,“ segir Eva í samtali við Vísi. Hún segir að svo virðist sem bílstjórinn hafi nærri misst bílinn af veginum og kippt svo snöggt í stýrið að bíllinn hafi oltið.Frá Djúpuvík.Mynd/Hótel Djúpavík„Húsið splundraðist og svo rann bíllinn aftur á bak niður í fjöru og út í sjó,“ segir Eva sem færði fólkið inn í bíl sinn um leið og hún mætti á vettvang. Biðu þau þar saman eftir lögreglu og sjúkrabíl. Eva segir mikla mildi að bíllinn hafi lent á dekkjunum eftir veltuna. „Þau voru ótrúlega heppin að sleppa lifandi frá þessu. Ef það hefði bara orðið ein velta og bíllinn lent á hvolfi hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum.“ Eva telur að fólkið, sem var af báðum kynjum, hafi verið á þrítugsaldri. Bíllinn, sem var bílaleigubíll, er gjörónýtur að sögn Evu og ísskáp þurfi að draga í land enda hafi hann flotið upp í sjónum ásamt fleiru úr húsinu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira