Innlent

Sjósund ekki ráðlegt í Nauthólsvík 11.-14. febrúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ráðleggja sjósundsfólki að fara ekki í sund á næstu dögum.
Ráðleggja sjósundsfólki að fara ekki í sund á næstu dögum. visir/safn
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ráðleggur sjósundsfólki að fara ekki í sund í sjónum við Ylströndina í Nauthólsvík/Fossvogi dagana 11.- 14. febrúar.

Vegna viðhalds í dælustöðinni við Faxaskjól verður skólpi dælt um yfirfallsrás við dælustöðina í Skeljanesi. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó verði yfir viðmiðunarmörkum meðan á viðgerð stendur og fyrst á eftir.

Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík vill af þessum sökum ráðleggja fólki frá því að synda í sjónum í Fossvogi dagana 11.-14. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×