Atletico Madrid Spánarmeistari í tíunda sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 00:01 Atletico Madrid er Spánarmeistari 2014. Vísir/Getty Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Atletico Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með 1-1 jafntefli gegn Barcelona á Nývangi í dag. Þetta var í tíunda sinn sem liðið verður Spánarmeistari, en það gerðist síðast árið 1996. Fyrir leikinn hafði Atletico Madrid þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar og dugði því jafntefli til að verða meistari. Barcelona þurfti hins vegar að vinna til að verja titilinn sem liðið vann í fyrra. Lið Atletico Madrid varð fyrir miklu áfalli í fyrri hálfleik, en bæði Diego Costa og Arda Turan þurftu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í þeirra stað komu Adrian Lopez og Raul Garcia.Alexis Sanchez kom Barcelona yfir með ótrúlegu marki á 34. mínútu. Lionel Messi lagði boltann fyrir Chilemanninn sem skoraði með frábæru skoti úr þröngri stöðu. Staðan var 1-0 í hálfleik, heimamönnum í vil. Gestirnir frá höfuðborginni komu hins vegar mjög ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og David Villa komst nálægt því að jafna þegar skot hans small í stöng Barcelona-marksins. Úrúgvæinn Diego Godin jafnaði leikinn á 49. mínútu með föstum skalla eftir hornspyrnu frá Koke. Barcelona einokaði boltann það sem eftir lifði leiks og sóttu stíft að marki gestanna. Messi skoraði mark eftir rúman klukkutíma, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Vörn Atletico stóðst öll áhlaup Börsunga og leikmenn liðsins fögnuðu ógurlega þegar Antonio Mateu, dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Atletico Madrid lauk keppni með 90 stig, tveimur stigum meira en Barcelona og Real Madrid. Ótrúlegur árangur hjá Diego Simeone og lærisveinum hans, en eins og er frægt er var Simeone fyrirliði Atletico þegar liðið vann Spánarmeistaratitilinn síðast fyrir 18 árum. Frábært tímabil Atletico Madrid gæti þó orðið enn betra, en eftir viku mætir liðið nágrönnum sínum í Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á Leikvangi Ljóssins í Lissabon.Diego Godin skorar markið mikilvæga.Vísir/GettyGodin fagnar jöfnunarmarki sínu.Vísir/GettyDiego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/GettyMarkvörðurinn Thibaut Courtois fagnar ásamt samherjum sínum.Vísir/GettyTiago og Raul Garcia alsælir með lífið og tilveruna.Vísir/GettyKátir stuðningsmenn Atletico Madrid.Vísir/Getty
Spænski boltinn Tengdar fréttir Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51 Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Sjá meira
Martino hættur með Barcelona Gerardo "Tata" Martino og Barcelona hafa komist að samkomulagi um að Martino láti af störfum sem þjálfari liðsins. Barcelona greindi frá þessum tíðindum á Twitter-síðu félagsins. 17. maí 2014 19:51
Courtios: Frábært hvernig við komum til baka Þetta var mjög erfiður leikur gegn liði Barcelona sem vissi nákvæmlega hvað það þyrfti að gera í dag. Enginn - eða a.m.k. mjög fáir - höfðu trú á okkur eftir jafnteflið gegn Malaga í síðustu umferð," sagði Thibaut Courtois, markvörður Atletico Madrid, eftir að liðið hafði tryggt sér Spánarmeistaratitilinn í dag með jafntefli gegn Barcelona á Nývangi. 17. maí 2014 19:04