Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum.
Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA.
„Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“
Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur.
Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli.
„Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“
En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“
Lars: Auðvelt að halda að við séum betri en við erum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar

Mest lesið




Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport
Enski boltinn


„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti



