Lars: Auðvelt að halda að við séum betri en við erum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar 10. október 2014 07:00 Lars og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátir á blaðamannafundi í gær. Vísir/Valli Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA. „Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA. „Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira