Innlent

Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá undirrituninni í dag
Frá undirrituninni í dag VISIR/VILHELM
Verkaskipting og formennska í helstu ráðum og nefndum borgarinnar var kynnt í Elliðaárdal í dag við undirritun samstarfssáttmála Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar, Vinstri grænnna og Pírata í Reykjavík.

Áður hefur verið greint frá því að Dagur B. Eggertsson verður borgarstjóri, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar.

Halldór Auðar Svansson Pírati mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkefi borgarinnar; Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.

Önnur embætti skipa sem hér segir:

Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason

Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu

Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson

Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir

Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman

Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen

Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×