Íslenski boltinn

Íslandsmeistararnir sjö stigum á eftir toppliðinu | Úrslit kvöldsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
FH og Stjarnan eru með væna forystu á toppi Pepsi-deildar karla eftir leiki kvöldsins en sjö umferðum er nú lokið á tímabilinu. Þrír leikir fóru fram í kvöld.

FH vann enn einn 1-0 sigurinn með því að leggja nýliða Fjölnis í Grafarvoginum með marki Atla Guðnasonar. Hafnfirðingar eru á toppnum með sautján stig og enn taplausir.

Stjarnan hefur sömuleiðis ekki tapað leik í deildinni í sumar en liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara KR í kvöld, þrátt fyrir að hafa lent 1-0 undir. Ólafur Karl Finsen og Jeppe Hansen sáu til þess á þriggja mínútna kafla undir lok fyrri hálfleiksins.

Stjörnumenn eru með fimmtán stig en næstu lið á eftir - Keflavík og Valur - eru með tólf stig. KR-ingar eru svo með tíu stig, rétt eins og nýliðar Fjölnis og Keflavíkur.

Þá gerðu Blikar sitt fjórða jafntefli í röð, í þetta sinn gegn Fylki fyrir framan glænýja og glæsilega stúku í Árbænum. Breiðablik er enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í sumar en þetta var fimmta jafntefli liðsins alls í sumar.

Leikurinn í kvöld var sá fyrsti hjá Breiðabliki undir stjórn Guðmundar Benediktssonar sem hefur tekið við aðalþjálfarastarfinu af Ólafi H. Kristjánssyni sem kunnugt er.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×