Erlent

Prestar ræða um fjölskyldulíf

Freyr Bjarnason skrifar
Páfi kaþólsku kirkjunnar heldur á guðspjallabókinni við messu í kirkjunni St. Peter's í Vatíkaninu í gær.
Páfi kaþólsku kirkjunnar heldur á guðspjallabókinni við messu í kirkjunni St. Peter's í Vatíkaninu í gær. Nordicphotos/AFP
Frans páfi setti alþjóðlega prestastefnu í kirkjunni St. Peter‘s í Vatikaninu í gær. Prestastefnan stendur yfir í tvær vikur og hana sækja meira en tvö hundruð biskupar og kardinálar víða að úr heiminum.

Tilgangurinn er að ræða um hvort skoðanir kirkjunnar á fjölskyldulífi, svo sem hjónabandi, kynlífi, getnaðarvörnum, skilnuðum og samkynhneigð, eigi við hjá kaþólskum nútímafjölskyldum.

Ekki er búist við því að kirkjan muni breyta viðhorfum sínum að einhverju ráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×