Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. október 2014 14:02 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. Málið var afar umdeilt og stór orð látin falla sem varð til þess að Götusmiðjunni var lokað árið 2010. Var Guðmundur, sem oftast er kallaður Mummi, meðal annars sakaður um að hafa hótað börnum vistheimilisins ofbeldi og limlestingum. Bragi lét þau ummæli falla, meðal annars í samtali við Vísi og RÚV, að ákveðin samskipti Mumma hafi farið út fyrir öll velsæmismörk og að framganga Mumma hafi valdið börnum vistheimilisins vanlíðan og óöryggi. Sagði hann að um stjórnunarvanda hafi verið að ræða sem síðar hafi farið að bitna á börnunum og skaðað þau. Því hafi verið gripið til þeirra aðgerða að loka meðferðarheimilinu. Ummæli þessi voru dæmt ómerk og er Braga því gert að greiða Mumma 400 þúsund krónur í bætur auk greiðslu alls sakarkostnaðar, samtals 650 þúsund krónur. Götusmiðjunni var formlega lokað í júnímánuði 2010 í kjölfar þessara ásakana en Mummi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Hann hefur nú ákveðið að opna Götusmiðjuna að nýju og segir brýna þörf fyrir meðferðarúrræði sem þessi fyrir ungmenni sem leiðst hafa út í heim áfengis og vímuefna. Tengdar fréttir Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26. júní 2010 13:22 Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Mummi í Mótorsmiðjunni er í fjölmiðlabanni Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla vera í fjölmiðlabanni til 15. júlí, samkvæmt samningi við Barnaverndarstofu. 13. júlí 2010 21:11 Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00 Sættir í málefnum Götusmiðjunnar Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. 5. ágúst 2010 12:00 Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25. nóvember 2010 06:15 Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10 Bragi varaði við fordæmisgildinu Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. 26. nóvember 2010 06:00 Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki 5. mars 2011 06:00 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Dómur féll í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. Málið var afar umdeilt og stór orð látin falla sem varð til þess að Götusmiðjunni var lokað árið 2010. Var Guðmundur, sem oftast er kallaður Mummi, meðal annars sakaður um að hafa hótað börnum vistheimilisins ofbeldi og limlestingum. Bragi lét þau ummæli falla, meðal annars í samtali við Vísi og RÚV, að ákveðin samskipti Mumma hafi farið út fyrir öll velsæmismörk og að framganga Mumma hafi valdið börnum vistheimilisins vanlíðan og óöryggi. Sagði hann að um stjórnunarvanda hafi verið að ræða sem síðar hafi farið að bitna á börnunum og skaðað þau. Því hafi verið gripið til þeirra aðgerða að loka meðferðarheimilinu. Ummæli þessi voru dæmt ómerk og er Braga því gert að greiða Mumma 400 þúsund krónur í bætur auk greiðslu alls sakarkostnaðar, samtals 650 þúsund krónur. Götusmiðjunni var formlega lokað í júnímánuði 2010 í kjölfar þessara ásakana en Mummi hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu. Hann hefur nú ákveðið að opna Götusmiðjuna að nýju og segir brýna þörf fyrir meðferðarúrræði sem þessi fyrir ungmenni sem leiðst hafa út í heim áfengis og vímuefna.
Tengdar fréttir Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26. júní 2010 13:22 Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34 Mummi í Mótorsmiðjunni er í fjölmiðlabanni Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla vera í fjölmiðlabanni til 15. júlí, samkvæmt samningi við Barnaverndarstofu. 13. júlí 2010 21:11 Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00 Sættir í málefnum Götusmiðjunnar Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. 5. ágúst 2010 12:00 Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25. nóvember 2010 06:15 Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10 Bragi varaði við fordæmisgildinu Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. 26. nóvember 2010 06:00 Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki 5. mars 2011 06:00 Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00 Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32 Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Götusmiðjan: Vill að félagsmálaráðuneytið komi að málinu Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður Götusmiðjunnar sem lokað var í gær af Barnaverndarstofu, krefst þess að félagsmálaráðuneytið komi að lausn ágreiningsins sem uppi er á milli Guðmundar og Barnaverndarstofu. Hann fullyrðir að Bragi Guðbrandsson forstöðumaður Barnaverndarstofu hafi boðist til að kaupa Götusmiðjuna af Guðmundi. Síðar hafi hann hætt við kaupin. 26. júní 2010 13:22
Forstöðumaður Götusmiðjunnar vísar ásökunum um ofbeldi á bug Forstöðumaður Götusmiðjunnar íhugar málaferli gegn Barnaverndarstofu sem lokaði heimilinu í kvöld og sendi átta ungmenni heim. Forstöðumaðurinn, Guðmundur Týr Þórarinsson gjarnan kallaður Mummi, segir börnin hafi verið fjarlægð með ólögmætum hætti úr meðferð Götusmiðjunnar. Hann vísar ásökunum líkamsmeiðingar á bug. 25. júní 2010 23:34
Mummi í Mótorsmiðjunni er í fjölmiðlabanni Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, segir í yfirlýsingu til fjölmiðla vera í fjölmiðlabanni til 15. júlí, samkvæmt samningi við Barnaverndarstofu. 13. júlí 2010 21:11
Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00
Sættir í málefnum Götusmiðjunnar Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. 5. ágúst 2010 12:00
Götusmiðjan vill bætur líkt og Árbót Hugsanlegt er að ríkið hafi bakað sér bótaskyldu með greiðslu 30 milljóna króna bóta til meðferðarheimilisins Árbótar í Þingeyjarsýslu. Lögfræðingur Götusmiðjunnar segir að samið hafi verið við skjólstæðing sinn á allt öðrum forsendum í sumar og ætlar með málið lengra á grundvelli jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. 25. nóvember 2010 06:15
Barnaverndayfirvöld brutu ekki á Götusmiðjunni Barnaverndaryfirvöld fóru að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga við rannsókn á málefnum Götusmiðjunnar og tóku ákvarðanir sínar með hagsmuni barnanna að leiðarljósi eins og þeim er skylt. Þetta kemur fram í niðurstöðu félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem hefur lokið athugun sinni á meðferð málsins. 13. júlí 2010 17:10
Bragi varaði við fordæmisgildinu Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lögmaður Götusmiðjunnar teldi að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hefði verið brotin þegar ráðherrar blönduðu sér í samningaviðræður um uppgjör við Árbótarhjónin, enda hefði Götusmiðjan fengið allt aðra meðferð í kerfinu þegar samningnum við hana var sagt upp. Sagðist hann ætla að kvarta yfir málinu til umboðsmanns Alþingis. 26. nóvember 2010 06:00
Rannsókn á starfsháttum Braga Guðbrandssonar Skýrsla ríkisendurskoðunar um „þjónustusamninga Barnaverndarstofu og lok þeirra“ hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Meðferðarheimilið Torfastöðum hefur verið drengið inní þá umfjöllun og hljómar eins og að okkur hafi verið sagt upp samningi við ríkið. Það var ekki 5. mars 2011 06:00
Saka Guðmund um einelti og hroka Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. 28. júní 2010 04:00
Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. 25. júní 2010 22:32
Segir Guðmund hafa vakið ótta og kvíða Forstjóri Barnaverndarstofu segir forstöðumann Götusmiðjunnar hafa með framkomu sinni vakið ótta og kvíða meðal þeirra barna sem þar voru í vistun, en smiðjunni var lokað í gær. Forstöðumaðurinn hafnar því og segir forstjórann ganga of hart fram, eðlilegra hefði verið að veita sér áminningu. 26. júní 2010 18:43